fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Einstæð móðir í vítahring vegna tannlækningakostnaðar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 3. september 2019 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstæð móðir, félagsliði að atvinnu, er í pattstöðu, sannkölluðum vítahring vegna tannréttingakostnaðar. Hún getur ekki greitt reikningana fyrir meðferðina og hún getur ekki fengið fjárhagsaðstoðina sem hún á rétt á vegna ógreiddu reikninganna.

Konan heitir Gerða Óskarsdóttir og rekur málið í grein í Morgunblaðinu í dag. Fjölskyldusvið sýslumanns veitir aðstoð vegna tannréttinga en ferlið er afar hægtvirkt og þungt og efnalitlir foreldrar lenda í því að leggja út fyrir kostnaðinum löngu áður en styrkurinn berst. Gerða skrifar:

„Snemma árs 2017 þurfti ég að leita til Fjölskyldusviðs sýslumanns. Dóttir mín var nýkomin með spangir og þar sem ég var ein um að greiða þann kostnað ákvað ég að leita mér
upplýsinga um aðstoð og var mér bent á sérstakt framlag vegna tannréttinga hjá sýslumanni. Það þýðir að hægt sé að fá helming af hverjum reikningi frá tannlækni greiddan til baka og síðan sjá þeir um að rukka hitt foreldrið. Þetta fyrirkomulag getur oft gagnast vel, sérstaklega í tilvikum þar sem foreldrar eiga ekki gott með samskipti. Þetta á að virka þannig að það minnki álag og flækjustig og barn fái örugglega þá þjónustu sem það þarf, óháð efnahag.“

Úrræðinu fylgir mikil pappírsvinna og Gerða beið í heilt ár þar til hún fékk úrskurð um að hún ætti að njóta sérstaks framlags vegna tannréttinga barns. Þetta voru góðar fréttir en því miður er málið ekki leyst:

„Núna, þegar þetta er skrifað, er ég enn að bíða eftir að fá þrjá reikninga endurgreidda, sem lagðir voru inn í júní 2018 og bíða afgreiðslu fulltrúa.

Fleiri reikningar liggja fyrir sem verða ekki greiddir af Tryggingastofnun vegna þess að í miðri bið eftir greiðslu varð barnið 18 ára. Samkvæmt reglugerð er ekki hægt að sækja um endurgreiðslu vegna tannréttinga seinna en þremur mánuðum fyrir 18 ára afmælisdag barns, þrátt fyrir að tíminn sem greiða þarf hafi verið löngu fyrir umræddan afmælisdag.“

Gerða er lent í undarlegum og afar erfiðum vítahring vegna málsins. Hún getur ekki greitt fyrir tannréttingarinnar fyrr en hún fær greiddan styrkinn til þess og styrkinn fær hún ekki án þess að skila inn reikningum um greiðslu tannréttingannar. Við birtum hér lokakafla greinarinnar þar sem Gerða fer yfir þetta:

„Eins og flestir fæ ég laun sem þurfa að duga út mánuðinn og ef ég þarf að borga af einhverju sem ég fæ ekki endurgreitt fyrr en löngu seinna lendi ég samstundis í undarlegum vítahring. Ég get ekki greitt tannréttingarnar fyrr en ég fæ borgað en fæ ekki borgað fyrr en ég skila inn reikningi. Þetta þýðir að ég náði ekki að greiða alla reikningana fyrir tilsettan tíma og sit því uppi með kostnað sem ég ræð ekki við.

Ég biðla til ráðamanna þjóðarinnar að laga þessa brotalöm og gera betur innan fjölskyldusviðs sýslumanns. Það hlýtur að vera markmiðið að aðstoða og hjálpa fjölskyldum í vanda í stað þess að leggja meiri áhyggjur, vinnu og álag á fólk sem berst í bökkum. Niðurstaða: Kerfið er þannig ekki gagnlegt þeim sem helst þurfa á aðstoðinni að halda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður