fbpx
Miðvikudagur 08.janúar 2025
Fréttir

Árni Johnsen áhyggjufullur: „Tímasprengja og getur verið banabiti“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. september 2019 09:25

Árni Johnsen Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Orkupakkinn er tímasprengja og getur verið banabiti ef ekki er farið 100% varlega varðandi réttindi Íslendinga á auðlindum landsins,“ segir Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Eins og kunnugt er fer fram atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann á Alþingi í dag. Málið hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni undanfarna mánuði en í dag verður það til lykta leitt – í bili að minnsta kosti.

Í grein sinni varar Árni við því að orkupakkinn verði samþykktur.

„Fyrir nokkru var Timo Summa sendiherra Evrópubandalagsins í heimsókn í Vinnslustöðinni og var að skoða hin glæsilegu vinnsluhús fyrirtækisins. Þar hitti hann m.a. Binna forstjóra Vinnslustöðvarinnar og fleiri forráðamenn. Þeir spurðu sendiherrann hvers vegna ESB æskti svo mjög eftir inngöngu Íslands í ESB. Svarið var einfalt: Við teljum að allar þjóðir Evrópu eigi að vera í ESB og þið eruð Evrópuþjóð. Þið eruð tengsl okkar við norðurpólinn og íshafið, þið hafið fiskinn og orkuna og okkur vantar hvort tveggja. Það var einmitt það,“ segir hann.

Árni segir að flestir kunni að leggja saman tvo og tvo og engin ástæða sé til að treysta ESB sérstaklega.

„Þeir vilja fyrst og fremst gleypa okkur eins og lítinn gómsætan bita. Þegar Bretar dengdu á okkur hryðjuverkalögunum stóð ESB ekki með okkur eins og „samherjum“ bar og það heyrðist ekki múkk frá þeim. Þá flutti ég þingsályktunartillögu í Alþingi um 10 milljarða punda kröfu í skaðabætur frá Bretlandi vegna álitshnekkis Íslands en of margir íslenskir þingmenn þorðu ekki og ekki heyrðist mjálm frá ESB. Okkur liggur ekkert á að semja um orkuna, hún hleypur ekki. Tryggjum hana fyrir Ísland 1, 2 og 3. Látum ESB renna hjá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir hrottalega árás á unnusta sinn á sameiginlegu heimili þeirra

Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir hrottalega árás á unnusta sinn á sameiginlegu heimili þeirra
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Þú ert að fara að deyja núna“

„Þú ert að fara að deyja núna“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Blóðug tölfræðin að baki „árangri“ Pútíns – 102 dánir eða særðir Rússar fyrir hvern ferkílómetra

Blóðug tölfræðin að baki „árangri“ Pútíns – 102 dánir eða særðir Rússar fyrir hvern ferkílómetra
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Friðarkerti olli eldsvoða í Mosfellsbæ

Friðarkerti olli eldsvoða í Mosfellsbæ
Fréttir
Í gær

Engar eignir í félagi sem bitist var um í Sólstafadeilu

Engar eignir í félagi sem bitist var um í Sólstafadeilu
Fréttir
Í gær

Puttabraut mann og reyndi að flýja – „Ég er ekkert að fara að tala við ykkur, talið við lögfræðinginn“

Puttabraut mann og reyndi að flýja – „Ég er ekkert að fara að tala við ykkur, talið við lögfræðinginn“
Fréttir
Í gær

Alfreð Erling neitar sök í Neskaupstaðarmálinu

Alfreð Erling neitar sök í Neskaupstaðarmálinu
Fréttir
Í gær

Faðir Áslaugar var einn fremsti trommari landsins – Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottaleg brot sín gegn henni

Faðir Áslaugar var einn fremsti trommari landsins – Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottaleg brot sín gegn henni