Ingólfur Hauksson er framkvæmdastjóri Glitnis HoldCo, eignarhaldsfélags sem stofnað var á grunni eigna slitabús Glitnis banka í kjölfar nauðasamninga sem gerðir voru í árslok 2015. Ingólfur er með rúmar níu milljónir í mánaðarlaun en áður hafa komið fram ofurháar tímagreiðslur til stjórnarmanna Glitnis HoldCo, allt upp í 102 þúsund krónur á tímann. Glitnir HoldCo var mikið í umræðunni í fyrra þegar félagið setti lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media sem byggði á gögnum úr þrotabúi Glitnis.
Laun: 9.043.619 kr.