Árni Pétur Jónsson var nýlega ráðinn forstjóri Skeljungs en hann vandist því á síðasta ári að vera með tæpar fjórar milljónir í mánaðarlaun. Árni Pétur er hagfræðingur að mennt og hefur til að mynda starfað sem framkvæmdastjóri Olís og Haga. Þá var hann einnig framkvæmdastjóri 10/11, Iceland og Basco en seldi hlut sinn árið 2016. Árni Pétur hefur setið í stjórn ýmissa fyrirtækja, svo sem Securitas, Pennans, Borgunar og Eldum rétt. Einnig hefur hann komið að stjórnun símafyrirtækisins Kall í Færeyjum og Bónus í Færeyjum.
Laun: 3.912.229 kr.