Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, er með rúmar sex milljónir í mánaðarlaun, en hann hefur verið kaupfélagsstjóri síðan árið 1988. Auk þess að sitja í þeim stóli stundar hann ýmis viðskipti önnur. Stundin sagði frá því í fyrra að Þórólfur hefði greitt sér níu tíu milljóna króna í arð út úr eignarhaldsfélagi sínu, Háuhlíð 2 ehf. árið 2017 og sextíu milljónir árið þar á undan. Þann hagnað má rekja til viðskipta Þórólfs með hlutabréf í útgerð Kaupfélags Skagfirðinga, FISK Seafood. Kaupfélag Skagfirðinga er samvinnufélag í eigu á annað þúsund félagsmanna.
Laun: 6.096.582 kr.