Páll Matthíasson, geðlæknir og forstjóri Landspítalans, hefur verið æðsti maður í brú spítalans frá árinu 2013. Páll hefur staðið í ströngu síðustu ár og talað opinskátt um þann fjárhagsvanda sem ríkir í heilbrigðisgeiranum. Fyrir stuttu kynnti hann drög að nýju skipuriti á spítalanum sem sýnir að framkvæmdastjórum innan spítalans verður fækkað verulega á næstunni. Miðað er við að nýtt skipurit verði formlega virkt 1. október næstkomandi.
Laun: 2.675.191 kr.