Óhætt er að segja að viðbrögð við nýrri uppistandssýningu Björns Braga Arnarssonar séu ekki jákvæð á Twitter. Í gær tilkynnti Björn Bragi um nýja sýningu á Instagram sem mun heita Björn Bragi Djöfulsson og hitar Anna Svava upp fyrir hann.
Sumir spyrja sig hvers konar samfélagi við búum í þegar maður sem náðist á myndbandi káfandi á unglingsstúlku geti átt „comeback“. DV greindi fyrst frá tilvist myndbandsins í október í fyrra. Átti atvikið sér stað eftir skemmtun hjá KPMG á Akureyri, en Björn var veislustjóri þar.
Líkt og fyrr segir er þetta gagnrýnt á Twitter af mörgum. „Er bara allt í góðu að fullorðinn maður sem nuddaði klofið á barni og náðist myndband sé aftur accepted sem ehv ögrandi insult comic og virt listafólk sé að peppa hann? hvaða súrrealíska níðingssamfélagi er ég frá?,“ skrifar til að mynda María nokkur.
Notandi sem kallar sig Dr. Sunna gagnrýnir svo að mbl.is hafi sagt að Björn Bragi hafi „komist í hann krappann“ og að hann hafi „farið yfir mörk stúlku“. Skilja má að hún telji mbl.is gera lítið úr atvikinu með þessu orðalagi.
Líka, fara yfir mörk stúlku? Hvaða béskotans orðhengilsháttur er þetta eiginlega?!
— Dr. Sunna (@sunnasim) August 22, 2019
Vitum alveg svarið við því er það ekki?
— Björn Friðgeir Björnsson (@bjornfr) August 22, 2019
Hahah ég skil ekki af hverju svona gaurum finnst þeir eiga SKILIÐ sviðsljós. Koma með súrt égskalsýnaykkurvondankall comeback. Takk og bless, gerum frekar pláss fyrir nýja grínista ? https://t.co/XjqBYDva5d
— Branddís Ásrún (@Branddis_Asrun) August 21, 2019
Þetta mál var allavega uppspretta margra brandara á Mið-Ísland uppistandi sem ég fór á í janúar (bæði hjá honum og öðrum). Fannst það mjög óviðeigandi. Enn fremur skil ég ekki hvernig sú staðreynd að hann káfaði á 17 ára stúlku teljist sem gott efni í grín.
— Þóra Sif Guðmunds ? (@thorasifg) August 21, 2019
er bara allt í góðu að fullorðinn maður sem nuddaði klofið á barni og náðist myndband sé aftur accepted sem ehv ögrandi insult comic og virt listafólk sé að peppa hann? hvaða súrrealíska níðingssamfélagi er ég frá?
— María Hjarðar (@mariahjardar) August 22, 2019
that's a yikes from me dawg
— Mr. Andrea Björk (@svefngalsi) August 21, 2019
Ég hef oft velt því fyrir mér að flytja úr landi. Til dæmis þegar ég átta mig á þeirri sjúku meðvirkni sem grasserar í íslensku samfélagi sem gerir karlmönnum kleift að komast upp með hvað sem er og það mun alltaf vera nóg af fólki að klappa okkar bestu drengjum á bakið.
— Olga Cilia (@olgacilia) August 22, 2019
mmm still relevant https://t.co/yH5a43ZblV
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) August 22, 2019
Ég á tvær litlar dætur, ég vil ekki að þær alist upp í þjóðfélagi þar sem það telst eðlilegt og samþykkt að skemmtikraftar á fertugsaldri eru að káfa á og reyna við ungar stelpur. Hættið að kóa með þessum mönnum! Þetta er ekki eðlileg hegðun.
— gudny thorarensen (@gudnylt) August 22, 2019
Getur fólk plís bara boycottað þetta uppistand hjá Birni Braga? Það yrði verðskulduð blaut tuska í andlitið á honum.
— KLÖTS (@___clutch____) August 22, 2019