Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar (MS), unir sér vel í starfi og þarf ekki að kvarta yfir launum. Ari var ráðinn forstjóri MS árið 2015. Fyrir það hafði hann fagnað góðu gengi sem forstjóri 365 miðla þar sem hann starfaði í hartnær áratug. Nýlega kom fram að Ari tæki stjórnina í skyrútrás MS, sem hefur vaxið og dafnað síðustu ár, og hefur tekið við stjórn dótturfyrirtækisins Ísey útflutningur. Aðeins hefur hallað undan fæti hjá MS og var tap ársins í fyrra 272,6 milljónir króna. Var þetta töluverð aukning á milli ára, eða 14,1 prósent, þar sem tap MS árið 2017 var tæplega 238,9 milljónir króna.
Laun: 3.181.962 kr.
Allt um tekjur yfir tvö þúsund Íslendinga í Tekjublaði DV.