Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda og forstjóri Hvals hf., var launahæsti einstaklingurinn í sjávarútvegi og landbúnaði samkvæmt Tekjublaði DV í fyrra og það sama virðist vera uppi á teningnum í ár. Kristján er með rúmar fimm milljónir í mánaðarlaun. Mikið hefur mætt á Kristjáni og Hval hf. vegna hvalveiða og var fyrirtækið og forsvarsmenn þess til að mynda kærðir fyrir ólöglegar veiðar á langreyði án tilskilinna leyfa af samtökunum Jarðarvinir fyrr á þessu ári. Hvalur hf. mun hafa veitt 144 langreyðar og tvo blendingja í fyrra og væri söluverðmæti aflans 2018, miðað við 144 dýr, nálægt 2,4 milljörðum króna.
Laun: 5.200.157 kr.