Sennilega frægasti núlifandi Íslendingurinn, Björk Guðmundsdóttir, er ekki með ýkja há laun ef marka má upplýsingar frá Ríkisskattstjóra. Samkvæmt því er Björk með laun undir meðaltali á Íslandi. Í fyrra voru heildarlaun að meðaltali 706 þúsund krónur á Íslandi.
Seint verður þó sagt að Björk lepji dauðann úr skel en laun hennar voru tæplega 700 þúsund í fyrra. Athygli vekur að miðað við hlustun á tónlist hennar á Spotify þá ætti hún að þéna tugi milljóna einungis frá því fyrirtæki.
Í viðtali við New York Times fyrr á þessu ári greindi Björk frá því að hún hafi líklega ekkert þénað síðustu 20 ár. „Ég á nokkur hús og bústað upp í fjöllum. Ég hef það allt í lagi. En ég hef sennilega ekki þénað krónu síðustu, ég veit ekki, tuttugu ár. Það fer allt aftur í vinnuna mína og mér líkar það,“ sagði Björk.
Mánaðarlaun 2018: 656.042 Kr.
Laun Bjarkar og yfir tvö þúsund annarra Íslendinga má sjá í tekjublaði DV sem kemur út miðvikudaginn 21. ágúst.