Agnes M. Sigurðardóttir tók við embætti biskups Íslands árið 2012, fyrst kvenna. Agnes var vígð til prestsþjónustu árið 1981 og vann sem prestur víða um land, til að mynda í Borgarfirði og á Bolungarvík. Það hefur staðið styr um Agnesi og í raun Þjóðkirkjuna alla og hefur traust til hennar farið dvínandi. Árið 2018 mældist fjórtán prósent ánægja með störf Agnesar og aðeins þrjú prósent landsmanna í þjóðarpúlsi Gallup báru fullkomið traust til Þjóðkirkjunnar.
Laun: 1.819.700 kr.