fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Jón Viðar fordæmir orðið „þungunarrof“ – „Þetta er alveg svakalega ógeðfellt og fyrirlitlegt innlegg“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 17. ágúst 2019 13:00

Jón Viðar Jónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldar loga nú á Facebook-vegg hins þekkta leikhússgagnrýnanda Jóns Viðar Jónssonar. Jón Viðar telur að við lifum á „orwellskum“ tímum þar sem lygin festir rætur með því að afbakað og villandi orðalag nær útbreiðslu fyrir tilstilli þeirra sem valdið hafa og stýra umræðunni. Jón Viðar gagnrýnir harðlega RÚV fyrir að notast við orðið „þungunarrof“ í stað orðsins „fóstureyðing“. Um þetta skrifar hann:

„Fréttastofa þjóðarútvarpsins vinnur dyggilega að því að koma afstyrmisorðinu „þungunarrof“ inn í málið og útrýma um leið hinu skýra og skilmerkilega orði „fóstureyðing“. Eins og það sé eitthvað annað sem gerist við þessa aðgerð en að lífi sé eytt – svo öllum stóryrðum sé sleppt. Þetta er dæmi um það sem Orwell kallaði „newspeak“. En auðvitað eigum við ekki að láta okkur koma slíka manipúlasjón með sannleikann á óvart. Við llfum í heimi sem verður æ orwellskari á svo mörgum sviðum.“

Færslan er tilefni mjög fjörlegra skoðanaskipta sem ekki sér fyrir endann á. Hafa um 100 ummæli birst undir færslunni. Meðal þeirra sem stíga fram er Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV, sem segir:

„Það er rétt, Jón Viðar Jónsson, að fréttastofa RÚV notar orðið þungunarrof en ekki fóstureyðing og það hefur verið gert frá því að núgildandi lög komu fram í frumvarpi. Í frumvarpinu er gerð ítarleg grein fyrir því hvers vegna hætt er að nota orðið fóstureyðing. Það geta allir lesið sem vilja. Það verður ekki hvikað frá þessari ákvörðun.“

Sakar gagnrýnanda sinn um hroka, heimsku og fasisma

Umræður undir færslunni eru með köflum mjög harðar. Kona ein skrifar:

„Fréttastofan hefur ekki valið að taka þetta orð upp. Ekki frekar en að hætta að nota orðið vangefinn. Þú veist betur en svo að klína því á ríkisútvarpið. Það ákveður ekki hvað þessi aðgerð á að kallast. Og þú bara fyrirgefur Jón, en það er ekki aldraðra karlmanna að ákveða hvaða orð við konur kjósum að nota yfir þær aðgerðir sem við mögulega þurfum að undirgangast en þú og hinir öldruðu karlarnir þurfa aldrei að hugsa um, þegar kemur að ykkar líkama.“

Jón Viðar telur þennan ritara gera sig sekan um allt í senn, hroka, heimsku og fasisma. Hann skrifar:

„Leitt að þurfa að segja það en þessi ummæli lýsa af heimsku og hroka. Heimskan felst í því að halda að orðanotkun fréttastofu sé einhvers konar náttúrulögmál. Hrokinn í rasískum ummælum um tiltekinn þjóðfélagshóp sem á bara að útiloka úr umræðunni af því að það hentar ekki ákveðinni pólitík. Skýrt dæmi um fasískan hugsunarhátt. Klassísk birtingarmynd hans.“

Annar þátttakandi í umræðunum gefur færslu Jóns Viðars þessa einkunn:

„Þetta er alveg svakalega ógeðfellt og fyrirlitlegt innlegg. Það hlýtur að vera byggt á sannkölluðum ofurstormi fáfræði, reynsluleysis, forpokunar og einfeldni.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir Áslaugu hafa bjargað lífi manneskju á veitingastað

Segir Áslaugu hafa bjargað lífi manneskju á veitingastað
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið