fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Kári segir mistök hafa verið gerð: Íslensk erfðagreining tekur ekki afstöðu í Orkupakkamálinu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. ágúst 2019 08:37

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sú staðreynd að lén nokkurt sem hýsir heimasíðu sem er notuð til þess að kanna hug flokksbundinna Sjálfstæðismanna til þriðja orkupakkans var skráð á tölvupóstfang tengt Íslenskri erfðagreiningu var slys.“

Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í stuttri grein sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Þar segir hann að Íslensk erfðagreining taki ekki afstöðu til pólitískra deilumála í íslensku samfélagi.

Heimasíðan sem um ræðir heitir XD5000 en maðurinn á bak við hana er Jón Kári Jónsson sem starfar hjá Íslenskri erfðagreiningu. Notaði hann tölvupóstfang sitt hjá fyrirtækinu þegar hann stofnaði umrædda síðu og má finna það meðal annars í skráningarskírteini á vef ISNIC.

„Póstfangið tilheyrir starfsmanni fyrirtækisins sem áttaði sig ekki á því að það væri rangt að tengja það heimasíðunni,“ segir Kári sem bendir á að fyrirtækið taki ekki afstöðu í pólitískum deilumálum, þó það hafi vissulega lagt sitt af mörkum til að hlúa að íslensku samfélagi, til dæmis með veglegum gjöfum til Landspítalans.

„Það sem ruglaði menn sjálfsagt í ríminu er að íslensk erfðagreining hefur lánað Orkunni okkar sem eru samtök andstæðinga orkupakkans sal til að funda í. Í því felst heldur enginn stuðningur við málstað. Fyrirtækið hefur lánað sama sal ókeypis fólki úr öllum stjórnmálaflokkum sem hafa beðið um hann sem og alls konar félagssamtökum. Með því hefur fyrirtækið lagt af mörkum til fjölbreytni í íslensku samfélagi. Ég vil líka leggja áherslu á að í tölvupóstfanginu endurspeglast ekki persónuleg afstaða mín í þessu máli enda væri það skringilegt af gömlum sósíalista að tjá hana með því að reyna að hafa áhrif á hegðun manna meðan þeir eru í Sjálfstæðisflokknum,“ segir Kári sem endar greinina á nokkuð föstu skoti á Sjálfstæðismenn.

„Ég væri hins vegar reiðubúinn til þess að leggja mikið á mig til þess að þróa lyf sem hjálpaði mönnum að ná áttum og ganga úr flokknum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“