fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Hjörvar tjáir sig um óvæntan brottrekstur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 14:55

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinum þekkta og vinsæla fjölmiðlamanni Hjörvari Hafliðasyni var í dag sagt upp störfum hjá Sýn, fjölmiðlahluta Vodafone. Tólf öðrum starfsmönnum var sagt upp, þar af tveimur sjónvarpsfréttamönnum á Stöð 2. Hjörvar tjáði sig örstutt um brottreksturinn við DV og sagði:

„Það er eins og það er. Nú bæti ég í sóknina á Dr. Football hlaðvarpinu en það er miðill sem ég hef trú á.“

Um er að ræða mjög þekkt og umdeilt hlaðvarp um knattspyrnu og hafa yfirlýsingar úr þáttunum margoft ratað í fjölmiðla og þekktu fólki úr knattspyrnuheiminum og fjölmiðlaheiminum þar verið strokið öfugt. Hlaðvarpið hefur Hjörvar rekið sjálfur samhliða störfum sínum fyrir Sýn og sú spurning vaknar hvort verkefnið hafi verið þyrnir í augum forráðamanna Sýnar og átt þátt í uppsögninni:

„Ekki mér vitanlega,“ segir Hjörvar.

Hjörvar tjáir sig um brottreksturinn í Facebook-hópnum Brennslu-tips og segir þar:

„Þá er komið að endalokum eftir 4 góð ár í Brennslunni. Hafði illa gaman að þessu og sérstaklega samskiptunum við hina þræleðlilegu hlustendur okkar. Þarsíðasta sumar eignaðist ég nýtt barn í fjölmiðlum sem heitir Dr. Football og nú fer tíminn í að láta það verkefni halda áfram að vaxa. Ótrúleg vitleysa sem gekk á í þessi 4 ár en uppáhalds geðveikin mín var þessi fegurðarsamkeppni sem við stóðum fyrir í apríl. Takk fyrir mig og verið góð kútana mína.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“