fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Fréttir

Dóttir Þórönnu í sárum í morgun: „Kæri einstaklingur, síðustu klukkutímana hef ég verið að hugga barnið mitt“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 12:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þóranna Friðgeirsdóttir segist ennþá trúa á það besta í fólki þrátt fyrir að hjóli dóttur hennar hafi verið stolið í gærkvöldi eða í nótt.

Þar sem Þóranna er einstæð þriggja barna móðir er það hægara sagt en gert að leggja út fyrir nýju hjóli. Dóttir hennar tók sig þá sjálf til og síðasta sumar byrjaði hún að safna sér fyrir nýju hjóli. Hún sparaði og vann sér inn pening svo hún gæti keypt sér nýtt hjól. Í síðustu viku uppskar hún laun erfiðisins en þá keypti hún sér sitt fyrsta farartæki fyrir tæpar 70 þúsund krónur í verslun GÁP.

Dóttir Þórönnu hefur varla stigið fæti af hjólinu síðan. Á hverju kvöldi hefur hún læst því samviskusamlega og farið með inn í hjólageymslu, nema í gærkvöldi.

Í gærkvöldi gat dóttir hennar ekki sett hjólið í geymsluna því hún fann ekki lyklana að henni. Hún læsti því hjólinu og fór með það niður í portið hjá blokkinni sem þau búa í. Þessu nýja hjóli var stolið þetta sama kvöld og áttaði dóttir hennar sig á þjófnaðinum í morgun.

Þóranna biður því til einstaklingsins sem stal hjólinu að skila því. Hún lofar því að verða ekki reið og hvetur einstaklinginn til að hafa samband við hana og segja henni hvar hjólið er.

„Ég trúi á það besta í fólki, virkilega. 

Kæri einstaklingur, 

Ég velti því fyrir mér hversu vel þér líður þegar þú vaknar í dag og áttar þig á því að í nótt hafðirðu fyrir því að rífa í sundur, hnjaskast á litríkum lás sem er nokkuð ljóst að barn á, af viku gamla hjólinu hennar sem hún safnaði sér fyrir í mjög langann tíma. 

Því síðustu klukkutímana hef ég verið að hugga barnið mitt vegna þess að þú stalst hjólinu hennar. Hvernig hefur þú það? 

Það er smá partur af mér sem biður og vonar að þú hafir í raun bara hjólað nokkur spöl, mögulega dottið (karmað) og skilið hjólið eftir sem við síðan finnum á næstunni.

Eða að þú sjáir þennan póst og skilir því hreinlega þangað sem þú tókst það. Þú mátt það og ég verð ekki reið, ég lofa. Mátt jafnvel heyra í mér í síma 8670960 eða senda mér tölvupóst á toranna@hotmail.com eða bara hér og segja mér hvar hjólið er, við yrðum þér ævinlega þakklátt.

Hjólsins er sárt saknað, mjög sárt. Og það er mikil þörf á því á okkar heimili þar sem hún stundar fimleika af krafti og notar hjólið til að koma sér á milli. 

Set myndir með í þeirri von um að hjólið finnist. Það var tekið í Háaleitinu og gæti því verið hér á því nærsvæði. 

Ástarkveðjur Þóranna og Birta Mjöll.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meirihlutinn telur fréttaflutning gagnvart Ásthildi Lóu hafa verið ósanngjarnan

Meirihlutinn telur fréttaflutning gagnvart Ásthildi Lóu hafa verið ósanngjarnan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfs­fólki sárnaði um­fjöllunin: „Ekki í höndum heil­brigðis­stofnana að út­vega ein­stak­lingum gistingu“

Starfs­fólki sárnaði um­fjöllunin: „Ekki í höndum heil­brigðis­stofnana að út­vega ein­stak­lingum gistingu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“