fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fréttir

Eyþór kvíðinn: Umferðin í Reykjavík eins og í milljónaborg – Af hverjum gerum við ekki eins og Danir?

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það styttist í að skólarnir fari aftur af stað. Umferðin mun þá þyngjast enn meira en nú er. Stífla til vesturs á morgnanna. Þung umferð til austurs seinnipart dags. Það er sérstakt rannsóknarefni hvernig umferðin í Reykjavík er á köflum eins og í stórborg. Hér búa aðeins 130 þúsund manns en samt tekst borgaryfirvöldum að koma upp umferðartöfum sem jafnast á við milljónaborgir.“

Þetta segir Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar skrifar Eyþór um umferðina í höfuðborginni sem á köflum er býsna þung. Og hún mun aðeins þyngjast á næstu vikum þegar skólarnir byrja á fullu og fólk snýr til vinnu aftur eftir sumarleyfi.

Staðan allt önnur í Kaupmannahöfn

Eyþór var staddur í Kaupmannahöfn í sumar þar sem íbúar eru talsvert fleiri en í Reykjavík.

„Þar gengur umferðin vel fyrir allar tegundir fararmáta. Það mætti læra af því. Í öllum helstu borgum er ljósum stýrt með nútímatækni. Lagt er upp með að stöðva umferð ekki að óþörfu, enda enginn spenntur fyrir því að eyða óþarfa tíma í umferðarsultu eða biðröð að óþörfu.“

Eyþór segir að í Reykjavík hafi götum verið lokað vegna framkvæmda árum sama og nefnir í því samhengi Hverfisgötuna sem enn og aftur er lokuð vegna framkvæmda borgarinnar sjálfrar.

„Í stað þess að samræma framkvæmdir og stytta lokunartímann verulega er lokað í áföngum. Vonarstræti og Lækjargötu hefur verið lokað að hluta til að auðvelda verktökum. Gömlu Hringbraut hefur verið alfarið lokað á alla umferð næstu árin. Þetta verklag þætti undarlegt í borgum eins og Kaupmannahöfn eða London.“

Umferðarvandinn magnaður upp

Eyþór spyr hvers vegna þessi mál séu komin í öngstræti á tækniöld árið 2019 og veltir fyrir sér hvort það sé viljandi gert. „Getur verið að borgaryfirvöld séu að auka á vandann að ósekju með vilja?“

Í grein sinni segir Eyþór að mikil umferð sé ekki aðeins bundin við Reykjavík, eða sér-reykvískt vandamál, en hér hafi það verið magnað upp. Ástæðuna rekur hann til skipulagsmistaka sem nú er horft upp á.

„Enn er verið að byggja upp stofnanir og höfuðstöðvar í miðborg Reykjavíkur. Slíkt eykur á skipulagshalla borgarinnar og enn fleiri þurfa að ferðast í vestur á morgnana og í austur síðdegis. Í stað þess að nýta Keldur og Keldnalandið er áfram farið í að þétta á skökkum stöðum. Í stað þess að efla austurborgina með uppbyggingu atvinnutækifæra í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi er öllu smalað á þrengsta blettinn,“ segir hann.

Vill nútímavæða umferðina

Eyþór segir einnig að snjallvæðing sé vinsæl í orði en ekki sé hægt að sjá hana á borði í umferðarstýringu. „Ljósastýring er kapítuli út af fyrir sig, en allir þeir sem hafa ekið Geirsgötuna finna á eigin skinni hve illa þeim málum hefur verið stýrt. Sú ákvörðun að setja hana ekki í stokk þegar á uppbyggingu stóð, eins og ákveðið hafði verið að gera, reynist dýr mistök,“ segir hann og spyr hvort ekki sé kominn tími til að nútímavæða umferðina í Reykjavík og hugsa í lausnum sem virka.

„Sú árátta að telja okkur geta skattlagt okkur út úr umferðarvandanum er röng. Hún er einfaldlega enn ein gjaldtökuleið vinstrimanna sem hafa hækkað álögur á flesta í Reykjavík. Hækkandi gjöld og skattar hafa ýtt fyrirtækjum og heimilum út úr borginni. Hugmyndir um tvöfalda gjaldtöku á höfuðborgarsvæðið eru ekki lausn, hvað þá réttlæti. Þeir sem flytjast á Selfoss og í Reykjanesbæ og sækja vinnu eða þjónustu til Reykjavíkur auka enn á umferðarþungann. Allt ber þetta að sama meiði; aðgerðir borgarstjórnar þyngja umferð og hækka kostnað. Það er rétt að hafa þetta í huga þegar ferðast er innan borgarinnar á næstunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?
Fréttir
Í gær

Birtir dæmi úr kommentakerfinu og spyr hvað þurfi til að fólk fatti spillinguna

Birtir dæmi úr kommentakerfinu og spyr hvað þurfi til að fólk fatti spillinguna
Fréttir
Í gær

Spyr hvort „Barna­verndarpáfinn“ sé hafður í felum – „Meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu“

Spyr hvort „Barna­verndarpáfinn“ sé hafður í felum – „Meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu“