fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Tugir horfðu á slysið: Flugvélin sem fórst í gær á Haukadalsflugvelli var heimasmíðuð

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 28. júlí 2019 13:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur karlmaður á sextugsaldri lést í flugslysi á Haukadalsflugvelli í gær. Flugvélin var heimasmíðuð og tveggja sæta. Talið er að maðurinn hafi látist þegar flugvélin skall til jarðar í flugtaki.

Vísir greinir frá þessu. Þar kemur enn fremur fram að á fimmta tug manna hafi orðið vitni að slysinu. Áfallateymi Rauða krossins á Suðurlandi var kallað til. Slysið átti sér stað stuttu eftir tvö í gær og var lögregla kölluð á vettvang undir eins. Maður var úrskurðaður látinn á slysstað.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir að rannsókn sé komin vel á veg. Rannsókn á vettvangi lauk seint í nótt. Annað slys átti sér stað á sama flugvelli á dögunum en þá slasaðist þó enginn. Ágúst Guðmundsson, stjórnarmaður í Flugmálafélaginu, segir í samtali við Vísi að slysin tengist flugvellinum ekkert.

„Það að það skuli vera tvisvar á sama vellinum hefur ekkert með völlinn að gera, völlurinn er fínn og mikið notaður af einkaflugmönnum. Þannig að það er algjör tilviljun að þetta gerist á sama flugvellinum. Ég hef oft flogið þarna og lent. Þetta er bara flugvöllur sem er í einkaeigu, mjög vel við haldið og mjög góður völlur,“ segir Ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Reykjavíkurborg braut á fatlaðri konu – Látin bíða svara í nærri áratug

Reykjavíkurborg braut á fatlaðri konu – Látin bíða svara í nærri áratug
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“
Fréttir
Í gær

Sakaður um að kynferðisbrot gegn dreng í búningsklefa og dreginn fyrir dóm á Akureyri

Sakaður um að kynferðisbrot gegn dreng í búningsklefa og dreginn fyrir dóm á Akureyri
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur