fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Fréttir

Sigríður skammast sín ekki fyrir „trampstampið“ – Orðrómur á Blogcentral – „Hún tott­aði hann úti á miðri götu“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 27. júlí 2019 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Láretta Jónsdóttir segir í grein sem birtist á Kjarnanum frá reynslu sinni af því að vera kölluð drusla. Pistilinn skrifar hún af því tilefni að Druslugangan fer fram í dag. Sigríður segist sjálf bókstaflega með druslustimpil á mjóbakinu, svokallað trampstamp.

„Ég ber druslu­stimpil á mjó­bak­inu. Tramp-stamp. Fékk hann þegar ég var þrettán ára og sá aug­lýs­ingu í afslátt­ar­bæk­lingi um jurta­tattú. Það átti að end­ast í þrjú til sjö ár en hvarf svo aldrei. Ég vældi það út úr mömmu með þeim rökum að sómi minn og (þriggja til sjö ára) rokk­stjörnu­sess væri í húfi. Þrettán ára, örvænt­ing­ar­full og þurf­andi. Með gulan glimmer­augnskugga og klístraðan jarða­berjagloss. Lít­il, í pus­h-up brjóst­ar­hald­ara og maga­bol. Og druslu­stimpil á bak­inu,“ segir Sigríður.

Hún segist snemma hafa verið fyrst kölluð drusla. „Þá vissi ég ekki hvað svona tattú voru kölluð en ég vissi hvað ég var köll­uð. Vin­konur mínar sögðu mér orðróm­inn. Ég fékk hann stað­festan þegar ég gekk eftir níundar bekkjar álm­unni í Haga­skóla í skjanna­hvítum bux­um. Átt­undu bekk­ingar urðu að vera hug­aðir þegar þeir gengu eftir þessum gangi, svo ég reigði höf­uðið og skaut bring­unni fram. „Það sést í nær­bux­urnar þín­ar, drusla!“ var kallað úr rakspíra­skýji. Hen­son­klæddir naglar með gelað hár sátu í hnapp, með hlæj­andi stelpur í fang­inu. Ég hljóp heim og skipti um bux­ur,“ segir Sigríður.

Þessi stimpill fór ekki þó hún fóri í MH eftir grunnskóla. „Tveimur árum seinna las ég lyga­sögu um mig á blogcentral-­síðu, for­vera Face­book: „Hún tott­aði hann úti á miðri götu. Hann var fullur en hún var blá­edrú. Algjör drusla.“ Druslu­draug­ur­inn fylgdi mér svo í MH. Mynd­lista­týp­urnar sáu í gegnum ull­ar­peys­una mína og settu upp fyr­ir­litn­ing­ar­svip: „Sigga, ert þú ekki með tramp-stamp? Sýndu okk­ur. Ég man eftir þér úr Haga­skóla, varstu ekki alltaf í sleik í skóla­sund­i?“ Ég hataði þetta tattú en hafði ekki efni á að láta fjar­lægja það,“ segir Sigríður.

Hún segist að lokum hafa hætt að skammast sín. „Eftir að ég full­orðn­að­ist komst ég að því að flestar jafn­öldrur mínar höfðu svip­aðar eða miklu verri sögur að segja. Í sumum sögum var skömm og kjána­hroll­ur. Í öðrum ein­angr­un, kuldi og sjálfs­hat­ur. Að baki þeim frá­sögnum lágu dýpri ör en tri­bal-tattú á mjó­baki. Ég fór að líta öðrum augum á þennan flókna stimp­il. Hætti að skamm­ast mín. Ef vin­konur mínar gátu barist við þung­lyndi, sjálfs­hatur og étandi reiði vegna sinnar brenni­merk­ing­ar, ætti ég að geta berað druslu­stimp­il­inn. Mér fór að þykja vænt um tri­baltattú æsk­unn­ar. Ég ber ómælda virð­ingu öllum sem hafa verið fylltir skömm vegna gjörða ann­arra. Vegna þeirra og lít­illar ung­lings­stelpu með gulan augnskugga og klístraðan gloss fagna ég degi drusl­unn­ar. Í ull­ar­peysu, með höf­uðið hátt og alls­bert mjó­bakið í for­grunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meirihlutinn telur fréttaflutning gagnvart Ásthildi Lóu hafa verið ósanngjarnan

Meirihlutinn telur fréttaflutning gagnvart Ásthildi Lóu hafa verið ósanngjarnan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfs­fólki sárnaði um­fjöllunin: „Ekki í höndum heil­brigðis­stofnana að út­vega ein­stak­lingum gistingu“

Starfs­fólki sárnaði um­fjöllunin: „Ekki í höndum heil­brigðis­stofnana að út­vega ein­stak­lingum gistingu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“