fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Flugvél hvolfdi í lendingu á Rangárvöllum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 26. júlí 2019 10:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær kl. um 17:45 varð það óhapp að eins hreyfils flugvél hlekktist á í lendingu á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum. Vélin snérist í lendingunni og við það hvolfdist hún og stöðvaðist á hvolfi. Flugmaður var einn í vélinni og er ómeiddur. Flugsviði rannsóknarnefndar samgönguslysa var gert viðvart og hafa þeir nú málið á sinni könnu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Þá segir einnig frá því að klukkan hálfátta í gærkvöld lenti ökumaður á torfæruhjól utan í girðingu meðfram vegi í Landeyjum og flækti fót sinn í henni. Hann er alvarlega slasaður á fæti og var fluttur með þyrlu LHG á sjúkrahús í Reykjavík.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir