Í gær kl. um 17:45 varð það óhapp að eins hreyfils flugvél hlekktist á í lendingu á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum. Vélin snérist í lendingunni og við það hvolfdist hún og stöðvaðist á hvolfi. Flugmaður var einn í vélinni og er ómeiddur. Flugsviði rannsóknarnefndar samgönguslysa var gert viðvart og hafa þeir nú málið á sinni könnu.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Þá segir einnig frá því að klukkan hálfátta í gærkvöld lenti ökumaður á torfæruhjól utan í girðingu meðfram vegi í Landeyjum og flækti fót sinn í henni. Hann er alvarlega slasaður á fæti og var fluttur með þyrlu LHG á sjúkrahús í Reykjavík.