Samkvæmt gögnum frá Eurostat voru lönd eins og Sviss, Noregur og Danmörk öll með lægra neysluverð að meðaltali. Sviss var með 52%, Noregur með 48% og Danmörk var með 38%.
Quint Johnson, 22 ára námsmaður, segir í samtali við AFP að hann hafi ákveðið að rannsaka verð á Íslandi áður en hann færi þangað.
„Þetta var smá áfall.“
Sagði Quint þegar hann sá að hamborgari, franskar og bjór kostar um 2.400 krónur á Íslandi.
„Þetta er mjög dýrt miðað við það sem ég er vanur. Ég get fengið hamborgara, franskar og bjór heima fyrir 12-13 dollara en á Íslandi kostar þetta 20 dollara, jafnvel 25.“
AFP talaði við Konráð Guðjónsson, hagfræðing, um ástæðuna fyrir því háa verðlagi sem er á Íslandi.
„Ísland er svo lítið, þess vegna er mjög erfitt að ná upp sama efnahagslífi og er í öðrum löndum sem eru 100 sinnum stærri.“
Einnig talaði AFP við Breka Karlsson, hagfræðing, en hann sagði að það þyrfti að taka laun Íslendinga með í dæmið.
„Við verðum að reikna með launaþrepunum á Íslandi. Hér erum við líka með ein hæstu launin að meðaltali í Evrópu“