fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Á örstundu var bálkösturinn tendraður og nornabrennan skyldi hefjast

Svarthöfði
Sunnudaginn 21. júlí 2019 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þessum heimi er margt skrýtið sem Svarthöfði undrar sig á. Svarthöfði er átakafælinn að eðlisfari en finnst fátt skemmtilegra en að vera áhorfandi að deilum annarra. Það sem bar hæst í vikunni að mati Svarthöfða er sögulegt fall Birgittu Jónsdóttur af fjarstýrðu, leðurklæddu gaddahásæti Pírata. Þvílík mannfræðirannsókn sem það var í sjálfu sér að horfa á átakafund innan Píratahreyfingarinnar þar sem Píratinn Helgi Hrafn jós svívirðingum yfir Birgittu.

Þótt Svarthöfða finnist ekkert sérlega gaman að horfa upp á „mannorðsmorð“, eins og Birgitta sjálf kallar aðförina, þá er mikil skemmtun að fylgjast með eftirleiknum. Þá var sko poppað. Í stóra skál.

Sumir settu Birgittu í sama hóp og mikilmennið Júdas. Mann sem var rækilega stunginn í bakið. Einhverjir rætnir töldu hið sanna eðli Birgittu loksins vera afhjúpað. Svo voru það þeir sem nýttu tækifærið til að níða skóinn af Pírötum upp til hópa. Loksins, loksins. Því fannst Svarthöfða merkilegast að fylgjast með.

Flokkurinn var kallaður „handónýtur“ og einhverjir fullyrtu að byltingin væri að éta börnin sín eftir að upptöku af átakafundinum var lekið á netið. Svarthöfða finnst fyndið að sjá hve fljótt fólk var að grípa til vopna gegn umdeildum flokki Pírata. Á örstundu var bálkösturinn tendraður og nornabrennan skyldi hefjast.

Svarthöfða finnst það ekki síst spaugilegt í ljósi þess að þarna var ekkert baktal. Ekkert leynimakk. Þarna voru tveir einstaklingar að skiptast á skoðunum. Öðrum heitt í hamsi – hinn bar sig illa. Annar lét gamminn geisa – hinum fannst orðræðan ekki svaraverð. Svarthöfða finnst samt gleymast að sá sem sat undir ásökunum og fúkyrðum gerði nefnilega það – sat undir þeim. Gat svarað fyrir sig. Svarthöfða finnst hressandi að fylgjast með slíkum umræðum. Sem eiga sér ekki stað á bar. Sem innihalda ekki fordóma gagnvart minnihlutahópum. Og sem ekki eiga sér stað í blakkáti. Þótt síðarnefndu umræðurnar virki mun meira spennandi þá virðast þær gleymast fyrr. Skrýtið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar