fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum segir Davíð fíkil og efast um að hann sé heill á geði

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. júlí 2019 13:02

Davíð Oddsson, hættir sem ritstjóri Morgunblaðsins á árinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorkell Sigurlaugsson, athafnamaður, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands og formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins, sparar ekki stóru orðin á Facebook-síðu sinni og segir að skrif Davíðs Oddssonar í Morgunblaðinu séu þannig að þau geti varla komið frá manni sem er í eðlilegu andlegu jafnvægi. Hann segist hafa þvegið á sér hendurnar eftir að hann las Sunnudagsmoggann.

Þorkell gefur í skyn að umræða um þriðja orkupakkann sé þráhyggja sem Morgunblaðið smiti fólk af. „Getur verið að einn alvarlegasti hýsill e.coli orkupakkasýkingar í landinu sé höfundur Reykjavíkurbréfsins og einn skæðasti smitberinn sé Morgunblaðið en mér er sagt að blaðið fari inn á um það bil 12.000 heimili í landinu en fer um hendur mun fleiri,“ segir Þorkell.

Þorkell Sigurlaugsson.

Margt gott

Þorkell segir þó margt gott í Morgunblaðinu. „Það kennir margra góðra grasa í Morgunblaðinu, en stundum verður illgresið kæfandi ekki síst þegar kemur að orkupakkanum. Fyrst vil ég nefna ágæta grein sem var í blaðinu eftir Sturla Böðvarsson og er skaðlaus og jákvæð í garð formanns Flokksins, Bjarni Benediktsson. Sunnudagsgrein Styrmis Gunnarssonar er ekki eins spennandi. Honum tókst að finna elsta Íslendinginn til andstöðu við orkupakkann og slá sterkt á þjóðernis og sjálfstæðishugsjónina. Það smitar marga af eldri kynslóðinni. Svo kemur grein eftir Bjarna Jónsson með boðskap um „Landsreglarann sem fær alræðisvald yfir Landsneti og getur knúið fyrirtækið til að setja tengingu sæstrengs á dagskrá, brýtur stjórnarskrá Íslands og veldur stórskaða.“ Kallar yfir okkur skelfilegt ástand, hljómar eins og skæðasti vírus. Maður botnaði lítið í greininni, frekar en uppbyggingu á skæðum vírus,“ skrifar Þorkell.

Engin gleði hjá Davíð

Þorkell segir að grein Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur hafi jafnfram verið góð, ólíkt Reykjavíkurbréfinu. „Svo fletti ég áfram SunnudagsMoggann í dag og eftir vikulegan uppbyggilegan pistil Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadottir kemur frábært viðtal við nágranna minn og hjólastólafélaga Jón Gunnar Benjamínsson sem sýnir okkur hvað einstaklingur getur áorkað eftir alvarlegt slys og mænuskaða. Hann kemst vel í gegnum starfsgetumat. Svo kemur að Reykjavíkurbréfinu og þar á maður oft ekki von á góðu. Ekkert óvænt þar til að byrja með, en lesturinn fyllti mann meiri depurð og hneykslan en nokkru sinni fyrr. Aldrei sérstök gleði, hamingju og bjartsýni í því bréfi og er að þessu sinni skrifað til að niðurlægja Guðlaugur Þór Þórðarson. Við lesturinn kom upp í hugann það sem Andrew S. Grove f.v. formaður og forstjóri Intel sagði á sínum tíma: “The person who is the star of previous era is often the last one to adapt to change, the last one to yield to logic of a strategic inflection point and tends to fall harder than most.“,“ segir Þorkell.

Fíkn Davíðs

Hann deilir að lokum mynd af Reykjavíkurbréfinu þar sem hann hefur merkt sérstaklega við ákveðnar setningar: „Ég setti inn úrklippur af greinum fyrir þá sem eru illa lesnir og merkti með gulu „góða spretti“ úr Reykjavíkurbréfinu, en skrifin geta varla komið frá manni sem er í eðlilegu andlegu jafnvægi. Höfundur Reykjavíkurbréfsins hefur áhyggjur af dalandi laganámi í landinu, en hann ætti frekar að leita sér aðstoðar við skrif sem eru orðin ávanabindandi fíkn og farin að skaða höfundinn eins og svæsnasti e-coli vírus úr ís frá Efstadal II. Það sem er verra, hann er farinn að skaða fjölda Íslendinga, því eins og forseti Filippseyja, sérstakur aðdáandi höfundar Reykjavíkurbréfsins sagði;, „.. þá borða Íslendingar bara ís“! Ég þvoði mér um hendurnar eftir að lesa Morgunblaðið að þessu sinni. Þetta Reykjavíkurbréf er mikil hrákasmíð. Ég sé mikið eftir þeim trjágróðri sem felldur hefur verið til að prenta það í 12.000 eintökum svo ég vitna til sambærilegrar gagnrýni Davíðs Oddssonar á endurreisnarskýrslu Flokksins sem Vilhjálmur Egilsson, veitti forstöðu árið 2009.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir Áslaugu hafa bjargað lífi manneskju á veitingastað

Segir Áslaugu hafa bjargað lífi manneskju á veitingastað
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið