fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Olga ráðþrota vegna framkomu gegn móður hennar: Ekki sinnt dögum saman – „Þetta getur ekki verið löglegt“

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 14. júlí 2019 15:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Olga Emilía Ágústsdóttir, búsett í Garði, sakar dvalarheimilið Hrafnistu Laugarási um lögbrot vegna framkomu starfsmanna gagnvart aldraðri móður hennar. Fyrir þremur mánuðum flutti móðir hennar inn á dvalarheimilið og lýsir Olga búsetu móður hennar þar sem hreinu helvíti.

„Þetta er alveg ömurlegt,“ segir Olga í samtali við DV. „Móðir mín er með bleiu og henni er ekki sinnt þegar hún hringir bjöllunni og nú er hún komin með brunasár, eins og ungabarn sem hefur legið með þvag eða saur á sér. Það sem bjargar móður minni er að hún kemst sjálf á klósettið, en síðan þarf hún að sitja í allt að hálftíma til að fá aðstoð svo hún komist af klósettinu. Fólki er ekki sinnt þarna og móðir mín bara grætur.“

Þetta er aðeins brot af því sem móðir Olgu hefur gengið í gegnum undanfarna mánuði að hennar sögn. Olga skrifaði færslu á Facebook-síðu sína þar sem hún lýsir alvarlegri vanrækslu á þrifnaði eldri borgara af hálfu starfsfólksins á Hrafnistu.

Þolinmæðin á þrotum

„Hún mamma þarf mikla aðstoð og getur ekki þrifið sig sjálf. Hún fer í sturtu einu sinni í viku en þess á milli er hún ekki þrifin. Ég þurfti að biðja sérstaklega um það og var það gert fyrstu tvo eða þrjá dagana, en svo er það happ og glapp með hvenær hún er þrifin. Ég tók eftir því fyrir stuttu að einn starfsmaður á vaktinni var með níu aldraða einstaklinga. Þetta getur ekki verið löglegt,“ skrifar Olga.

„Í þessum töluðu orðum er systir mín hjá mömmu og er hún gekk inn til hennar var sterk súr lykt sem er vegna vanþrifnaðar á mömmu. Hún fór á vaktina og bað fólkið að koma og þrífa mömmu. Starfsmennirnir sögðu að það gleymdist stundum að þrífa hana vegna þess að það var ekki merkt á töflunni hjá þeim.“

Þá segir hún að móðir hennar hafi verið lasin og með lungnabólgu í þrjár vikur. Samkvæmt Olgu leiðir þetta til þess að einstaklingur fái niðurgang ef ekki er gripið inn í og honum gefnir mjólkursýrugerlar. Í þrígang bað Olga um að hún yrði sett á Asídófílus, en „þetta var ekki gert,“ segir Olga. „Í staðinn var ákveðið að móðir mín væri með mjólkuróþol sem hún hefur aldrei haft og hún sett á mjólkuróþolsfæði sem hún þoldi ekki. Þetta jók bara niðurganginn.“

Segir Olga líka að maturinn á Hrafnistu sé ávallt kaldur, sökum þess að framkvæmdir séu í vinnslu á eldhúsi dvalarheimilisins og er hermt að það verði ekki komið í lag fyrr en eftir áramót.

„Við systur erum alltaf með brauð og álegg og drykki í ísskápnum hjá henni sem hún á að geta beðið starfsmenn um að aðstoða sig við að smyrja það, en starfsmenn hafa stundum sagt að hann sé tómur og labbað síðan út. Það er komið fram við hana eins og hún sé ekki heil hugsunar,“ segir Olga og tekur fram að hún sé búin að heimta þrjá fundi með starfsfólki dvalarheimilisins. Hún segist alltaf fá sömu loforðin en enn hefur ekkert lagast og nú sé þolinmæði hennar á þrotum.

„Þetta eiga að vera góðir endadagar aldraða en ekki martröð þeirra,“ segir hún.

Færslu Olgu má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja að herforingjar neiti að framfylgja fyrirmælum Pútíns

Segja að herforingjar neiti að framfylgja fyrirmælum Pútíns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“