Arnar Styr Björnsson, fyrrverandi formaður Herjans, félag stúdenta gegn ESB aðild, birtir kostuð tíst á Twitter sem gefa sterklega í skyn að hann aðhyllist nasisma. Aðrir Íslendingar á forritinu vekja athygli á þessu. Eðli máls samkvæmt birtast tíst hans fyrir notendum sem fylgja honum þó ekki. Á Reddit er jafnframt vakin athygli á þessu.
??? pic.twitter.com/hdZ9xoCxgV
— ?️onservative teenager (@Thugsbemakinout) July 9, 2019
Í gær deildi íslenskur en nafnlaus notandi tísti Arnars þar sem hann virðist hampa þjóðarmorði á frumbyggjum Norður-Ameríku og gefur í skyn að þeir þjóðflokkar hafi verið nær öpum en mönnum. „Ég elska að hann hafi skrifað þetta bilaða nasistakomment og hent í eitt stykki promotion,“ skrifar sá notandi.
Karl Ólafur Hallbjörnsson, pistlahöfundur Lestarinnar á Rás 1, deilir skjáskoti sem sýnir að hann hafi tilkynnt kostaða tístið og Twitter hafi ákveðið að fjarlægja það. „Elska þegar nasistarnir eru nógu heimskir til að gefa manni séns á solid reporti eins og þetta bullshit,“ skrifar Karl Ólafur.
When circumstances begin to suggest to the regular mind that an invisible order exists in the universe.#refugees #RefugeesWelcome #Immigration #migrants pic.twitter.com/MuhT0Bqxig
— Arnar Styr Björnsson (@EaglesStrife) May 29, 2019
Annað tíst Arnars virðist þó enn vera auglýst og í því er gefið í skyn að hann verði að nasista þegar hann heyrir sagt að nauðsynlegt sé að bjóða flóttafólk velkomið í Evrópu. Notandinn sem deildi skjáskoti af tísti Arnars fyrst telur mögulegt að hann sé að baki rasískra veggspjalda sem hafa sést á háskólasvæðinu undanfarin ár. „Líka bara núna veit ég hvað hann heitir, hvar hann býr og tel mig vita að hann sé sá sem er að dreifa nasistaáróðri á háskólasvæðinu t.d.,“ segir sá notandi.
Líkt og fyrr segir var Arnar formaður Herjans, félags stúdenta við HÍ gegn aðild að ESB, en það félag virðist hafa lengið nokkuð í dala undanfarin ár. Nýjasta færsla félagsins á vef Háskóla Íslands er frá árinu 2015 og var Arnar þá formaður. Hann virðist hafa útskrifast úr guðfræði við skólann árið 2017.
Ekki náðist í Arnar Styr þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.