fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Stórþjófnaður starfsmanns í Bauhaus nemur mörgum milljónum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Bachmann, framkvæmdastjóri byggingarvöruverslunarinnar Bauhaus, segir að verslunin hafi í vor leitað til lögreglu vegna gruns um að tilteknir menn hafi stundað þjófnað úr versluninni. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag en blaðið greindi frá því í gær að tveir menn væru grunaðir um þjófnað úr versluninni.

Í tilkynningu vegna málsins segir:

„Athugun lögreglu á málinu leiddi svo til handtöku þeirra og nokkurra húsleita. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stjórnaði þeirri aðgerð og fer ákæruvaldið nú með meðferð málsins.“

Í umfjölluninni kemur fram að Bauhaus treysti því að málið verði upplýst. „Þá verði þeir aðilar sem áttu í hlut ákærðir vegna brota sinna en félagið varð fyrir umtalsverðu tjóni sökum háttsemi þeirra,“ segir Ásgeir í tilkynningunni.

Tímasetning framkvæmdastjórans stenst ekki

Tilkynning framkvæmdastjórans kemur ekki heim og saman við heimildir DV. DV fékk vísbendingar um þjófnað úr Bauhaus í vetur en þær vísbendingar fengust ekki staðfestar hjá lögreglu. Í apríl fékk DV þau svör frá lögreglu að rannsókn stæði yfir á þjófnaði úr byggingarvöruverslun en vildi ekki staðfesta að um Bauhaus væri að ræða. Var það um tveimur mánuðum eftir að DV fékk fyrst veður af málinu.

Bauhaus hefur neitað að svara fyrirspurnum fjölmiðla um málið þar til nú.

Annar mannanna er starfsmaður í versluninni og er um að ræða þjófnað á vörum úr versluninni upp á margar milljónir. Afbrotin munu hafa staðið yfir lengi. Starfsmaðurinn var leiddur út úr versluninni af lögreglu í augsýn annarra starfsmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“