fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Lentu í slysi á Vestfjörðum og vilja koma þessum skilaboðum til Íslendinganna sem hjálpuðu þeim

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 12:10

Myndin tengist ekki fréttinni beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum indverskt par (sem býr í Sviss) og á þessu ári fórum við í okkar þriðju heimsókn til ykkar ljúfa lands,“

Svona byrjar færsla sem sett var inn á Reddit í gær, en færslan hefur vakið þónokkra athygli, þá sérstaklega á meðal Íslendinga.

„Um fimmleitið, sunnudaginn 30. júní vorum við á leið til Tálknafjarðar á Vestfjörðum. Við vorum að keyra á ómalbikuðum vegarkafla þegar við runnum út af veginum, um það bil fimm metra niður brekku þar sem bíllinn festist í runnum og háum grösum,“ er skrifað og sagan heldur áfram.

„Bíllinn klessti ekki á neinn stóran stein og féll ekki fram af bjargi. Áður en við jöfnuðum okkur á sjokkinu og áttuðum okkur á því hvað hafði gerst, þá fundu heimamenn okkur sem voru að keyra framhjá. Þau námu staðar, til að sjá hvort að allt væri í lagi. Fleiri bílar stoppuðu á næstu mínútum, en í flestum þeirra virtust vera heimamenn.“

Þá heldur færslan áfram og parið fullt af þakklæti virðist vera.

„Þið hjálpuðuð við að draga bílinn, sjá hvert við værum að fara, sáuð til þess að við og bíllinn værum í nægilega góðu ástandi til að halda áfram og létuð meira að segja bílaleiguna vita af því sem hafði átt sér stað. Takk fyrir hjálpina,“

Parið komst að lokum á leiðarenda og kláraði ferð sína um Vestfirði í kjölfarið.

„Ég fattaði að þrátt fyrir að ég hafi þakkað sumum ykkar fyrir hjálpina eftir slysið að við vitum ekki einu sinni hvað þið heitið. Við viljum bara koma á framfæri innilegum þökkum til ykkar allra sem hjálpuðu okkur!“

Parið þakkar öllum þeim sem hjálpuðu þeim fyrir og vonast þau til að þakkirnar komist til skila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“