fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Uppruni E.coli smitsins rannsakaður: Talið að öll E.coli smitin komi af sama staðnum

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 8. júlí 2019 21:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóttvarnarlæknir segist ekki muna til þess að jafn margir hafi smitast af E.coli bakteríunni hér á landi.

10 börn hafa greinst með bakteríuna og eru þau á aldrinum 5 mánaða til 12 ára. Eitt þeirra liggur inni á Barnaspítala Hringsins. RÚV greindi frá þessu í kvöldfréttum

Talið er að smitin komi öll af sama stað sem er í uppsveitum Árnessýslu en ekki er hægt að gefa upp nafn staðsins eins og staðan er.

Katrín Guðjónsdóttir, staðgengill forstöðumanns neytendaverndar MAST, sagði í samtali við RÚV að það sé búið að grípa til ráðstafanna.

„Það er búið að taka sýni, bæði af matvælum og dýrasaur og það er bara verið að vinna að fá niðurstöður úr því. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur gripið til ráðstafanna og staðurinn í varúðarskyni.“

Bláskógarbyggð greindi frá því á Facebook-síðu sinni að vatnsból sveitarfélagsins séu reglulega rannsökuð.

https://www.facebook.com/blaskogabyggd/posts/677952459296983

Ekki er þó talið að bakterían hafi borist með drykkjarvatni heldur frekar með matvælum eða beinni snertingu við smituð dýr.

Einkenni sýkingar geta komið fram eftir 1-2 daga og geta þau verið allt frá vægum vatnskenndum niðurgangi í alvarlegan blóðugan niðurgang með magakrömpum og hugsanlega uppköstum. Venjulega fylgir enginn hiti sýkingum eða lítill hiti. 

Veikindin vara oftast í 5-10 daga hjá heilsuhraustum einstaklingum, en hjá eldra fólki og börnum undir 5 ára getur sýkingin verið alvarlegri.

Í þeim tilfellum geta komið nýrnaskaðar eða skaðar á taugakerfinu. Sumir einstaklingar bera þessar bakteríur í sér án þess að fá nokkur sjúkdómseinkenni.

Dæmi eru um að sýkingar af völdum bakteríunnar hafi valið bráðri nýrnabilun sem leiddi til dauða. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir