fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Mótmælaganga vegna brottvísunar flóttabarna frá landinu – „Líkamlegt og andlegt ofbeldi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 4. júlí 2019 11:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag kl. 17 verður mótmælaganga frá Hallgrímskirkju og niður á Austurvöll þar sem mótmælt er brottvísun barna á flótta frá landinu. Samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum mótmælanna hafa íslensk yfirvöld synjað 75 börnum á flótta um alþjóðlega vernd það sem af er þessu ári, að meðaltali 12 börnum í hverjum mánuði. Brottvísanirnar eru á grunni Dyflinnarreglugerðarinnar, þar sem umrætt fólk hefur fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi þangað sem það verður sent, en um hana segir m.a. á vef Útlendingastofnunar:

„Samkvæmt reglugerðinni skal aðildarríki þar sem umsókn um hæli er lögð fram kanna hvort annað aðildarríki beri ábyrgð á umsókninni samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar. Meðal þeirra viðmiða sem litið er til við mat á því hver beri ábyrgð eru:

  • Hvort um fylgdarlaust ungmenni sé að ræða.

  • Fjölskyldusameining.

  • Hvort viðkomandi hafi fengið útgefið dvalarleyfi eða áritun í öðru aðildarríki.

  • Hvort viðkomandi hafi komið ólöglega yfir ytri landamæri eða dvalið í öðru aðildarríki.

  • Hvort viðkomandi hafi sótt um hæli í öðru aðildarríki.“

 

Brottvísun tveggja fjölskyldna frá Afganistan þykir grimmdarleg

Á það er hins vegar bent að þessar brottvísanir stríði gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem kveður á um vernd tiltekinna grundvallarmannréttinda barna, svo sem réttinn til lífs og friðhelgi fjölskyldu- og einkalífs.

Mikil ólga er að verða í samfélaginu vegna brottvísunar tveggja afganskra fjöldskyldna. Margir málsmetandi aðilar gagnrýna þessar aðgerðir Útlendingastofnunar hart. Annars vegar er um að ræða föður og tvo unga syni hans, 10 og 9 ára. Hins vegar er um að ræða móður með son og dóttur, 12 og 14. Það sem nístir sérstaklega nærsamfélag þessara fjölskyldna, t.d. skólafélaga, er að fjölskyldurnar hafa aðlagast samfélaginu á meðan þær biðu afgreiðslu mála sinna hjá Útlendingastofnun en hún hafnar síðan að fjalla um beiðni þeirra um hæli af mannúðarástæðum. Annar sona afganska mannsins hefur þjáðst af kvíða vegna yfirvofandi brottflutnings. Afganska stúlkan Zainab Safari, sem er 14 ára, hefur stundað nám í Hagaskóla og eignast þar vini sem nú biðja henni griða hjá yfirvöldum útlendingamála.

Þessara fjölskyldna bíður brottflutningur til flóttamannabúða í Grikklandi þar sem mörgum sögum fer af ómannúðlegum aðbúnaði, hungri og ofbeldi. Aðstandendur mótmælanna í dag segja:

„Brottvísanir eru líkamlegt og andlegt ofbeldi sem ekkert barn ætti nokkurn tímann að þurfa að upplifa.“

Umboðsmaður barna vill fund vegna brottvísana

Þorsteinn Gunnarsson, sviðstjóri verndarsviðs Útlendingastofnunar, sagði í viðtali við RÚV í gærkvöld að forsvaranlegt væri að senda flóttafólk sem kemur hingað frá Grikklandi aftur þangað. Þess má geta að flóttafólk er almennt ekki sent héðan til Grikklands á grunni Dyflinnarreglugerðarinnar nema þeir sem fengið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra hefur lýst því yfir að hún hafi ekki heimild til að stíga inn í einstök mál til að gæta jafnræðis. Í stjórnarsáttmála er fjallað um endurskoðun á framkvæmd útlendingalaga en taka þurfi sérstakt tillit til barna.

Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, hefur óskað eftir fundi hið fyrsta með dómsmálaráðherra og forstjóra Útlendingastofnunar til að fara yfir mál barnanna sem hér um ræðir. RÚV sagði frá.

Sjá nánar um mótmælin í dag

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur