fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Jón Gnarr segist hafa hitt ráðherra í „blakkáti“: „Landinu stjórnað af fólki sem er fárveikt af drykkjusýki“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. júlí 2019 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Daglega er ég minntur á það hvað við Íslendingar erum miklir aumingjar þegar kemur að málefnum flóttafólks og hælisleitenda.“ Svona hefst pistill sem Jón Gnarr birti á Facebook í gær þar sem hann lýsir yfir mikilli óánægju sinni með viðhorf Íslenskra stjórnvalda og íslensku þjóðarinnar gagnvart flóttafólki og hælisleitendum. Íslenska samfélagið ætti heldur að líta í eigin barm og viðurkenna að vandi landans eru ekki hælisleitendur og flóttamenn, vandi landans er áfengi.

„Afstaða okkar til innflytjenda hefur mér alla ævi þótt okkur til skammar. Við látum það viðgangast að fólk gangi svipugöng og sé niðurlægt á alla mögulega vegu.“ Sonur Jóns er nemandi í Hagaskóla og hefur tekið þátt í að mótmæla brottvísun Safari-fjölskyldunnar. Jón Gnarr skrifaði pistilinn til að sýna syni sínum og Safari fjölskyldunni samstöðu.

Jón eða séra Jón

Jón segir það svo á Íslandi að þekkir þú rétta fólkið, þá standi allar dyr þér opnar.

„Ef þú ert ákveðin tegund af Íslendingi, fórst í rétta skólann, tilheyrir réttum stjórnmálaflokki og gerir réttum mönnum greiða þá þarft þú aldrei að ganga atvinnulaus, það verður alltaf séð um þig og þú færist bara úr einu góðu starfi yfir í annað jafnvel betra. Og það er eiginlega líka alveg sama hvað þú gerir af þér, það hefur mjög lítil áhrif á þá velmegun sem þú lifir við.“

Hann segir að Íslendingar líti stórt á sig og stæri sig af meintri víkingaarfleifð sinni. Sem hann telur helbera hræsni, Íslendingar komi ekki af víkingum heldur flóttamönnum.

„Forfeður okkar voru þrælar og undirokaðir norskir bændadurgar sem aldrei sáu nein víkingaskip nema úr fjarska og þá örugglega með hnút í maganum. Landnámsfólkið var hælisleitendur og flóttafólk og sjálfsmynd okkar er brengluð.“

Landinu stjórnað af veiku fólki

Á Íslandi sé það svo að menn gata verið fárveikir dagdrykkjumenn en samt átt góðan starfsframa. Þetta hafi öllum orðið ljóst eftir Klaustursmálið.

„Við látum það viðgangast að landinu sé stjórnað af fólki sem er fárveikt af drykkjusýki. Ég held að það sé t.d. meginvandi Alþingis. Ég hitti t.d. ráðherra um daginn sem var svo ofurölvi að hann var í blakkáti og man ekkert eftir að hafa hitt mig. Ef allt væri eðlilegt þá væri hann kominn í einhverja langtímameðferð í Svíþjóð. […] Sigmundi og félögum var svo misboðið. Og það var ekkert að ástæðulausu. Svona drykkjuskapur þykir bara eðlilegur hluti af starfi stjórnmálafólks á Íslandi. Það er álagið skiljiði?“

Við erum ekki einu sinni að slaga í hundrað hræður

Ef Ísland tæki hlutfallslega á móti jafnmörgum flóttamönnum og hælisleitendum og hin Norðurlöndin þá ættum við að taka á móti um 3-5 þúsund manns á ári hverju. „En við erum ekki einu sinni að slaga í hundrað hræður. “

Á meðan hafi ráðamenn lagt ýmist á sig til að greiða götuna fyrir frægum útlendingum sem sóttust eftir ríkisborgararétti. Nefnir Jón þar Vladimir Ashkenazy, handboltakappann Duranona og svo skákmanninn Bobby Fischer.

„Ekki vantaði pólitískt hugrekki þegar snarklikkuðum og gömlum skákmeistara var veitt hér landvistarleyfi og gekk hér um götur, muldrandi við sjálfan sig á milli þess sem hann hrópaði upp yfir sig formælingar gegn gyðingum. Bobby Fischer náði að sameina svo marga, bæði gamla skólafélaga úr MR og meðlimi úr mörgum drykkjuklúbbum á Íslandi. Ég man ekki betur en það hafi verið sjálfur fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sem hafði yfirumsjón með að ná karlræflinum til landsins. Hann fékk mikið klapp á bakið fyrir.“

Grútmygluð og kúltúrlaus valdaklíka

Jón er kominn með nóg af valdaklíkum. Hann er hluti af leynilegum hóp sem er að vinna í því að koma ofsóttum manni í skjól á Íslandi. En það virðist útilokað því viðkomandi er ekki frægur.

„Ég á heldur enga pólitíska greiða inni hjá neinum. En ef ég væri fulltrúi fyrir hóp af gömlum köllum, drykkjufélögum, sem hefðu verið saman í MR og ætti smá tengsl hingað og þangað þá held ég að við gætum jafnvel náð R.Kelly til landsins.“

Áfengi er raunverulega ógnin

„Ég er orðinn svo hundleiður á þessum grútmygluðu og kúltúrlausu valdaklíkum sem öllu ráða hér og bera hvorki ástríðu fyrir né skynbragð á það sem þær þykjast vera að höndla með. Þessi myglusveppur er alls staðar, í stjórnmálum, menningunni, menntakerfinu, fjölmiðlum og alls staðar,“ segir Jón sem segist ekki eiga inni neina pólitíska greiða eftir að hann ögraði valdamönnum með Besta Flokknum. „Það verður mér seint fyrirgefið“

„Hroki og snobb fer nefnilega svo ofboðslega vel saman, bara eins og remúlaði og tómatsósa. Hvoru tveggja er líka hrært saman úr ótta og minnimáttarkennd. En þá er áfengi líka traustur og góður vinur. “

„Hin raunverulega ógn á Íslandi er alkóhólismi. Alkóhólismi er heilasjúkdómur og íslenska þjóðin er heltekin af honum. Fárveik.“

 

Hér fyrir neðan má lesa pistilinn í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund
Fréttir
Í gær

Fangi lést á Litla Hrauni í dag

Fangi lést á Litla Hrauni í dag
Fréttir
Í gær

Önnur skriða féll á veginn milli Ísafjarðar og Hnífsdals

Önnur skriða féll á veginn milli Ísafjarðar og Hnífsdals
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti
Fréttir
Í gær

FA ósátt við reglugerð Willums – Sígarettur fara í kúkabrúnar umbúðir

FA ósátt við reglugerð Willums – Sígarettur fara í kúkabrúnar umbúðir