fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Gissur brann út og svaf í 15 klukkutíma á sólarhring – „Börnin mín sáu um að það væri alltaf nóg til í ísskápnum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 2. júlí 2019 17:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Maður verður bara ofboðslega þreyttur. Ég varla komst fram úr þennan fyrsta morgun sem þetta reið yfir mig,“ segir fréttamaðurinn Gissur Sigurðsson sem er í dag að ná sér eftir hafa brunnið út í starfi.  Upphaflega var greint frá málinu á vef Eiríks Jónssonar.

„Það var sálfræðingur sem gaf mér þessa greiningu loksins. Læknavísindin eru svo rúðustrikuð að þau eru ekki búin að finna rétt ferli fyrir svona burnout,“ sagði Gissur í samtali við blaðamann DV.

Svaf í 15 klukkustundir á sólarhring

„Ég hef alltaf haft ofsalega gaman af vinnunni minni. Það er hægt að segja ýmislegt um mig en aldrei að ég sé latur,“ segir Gissur sem flutti fréttir fyrir landsmenn á Morgunvakt Bylgjunnar. „Þá hef ég meira og minna notað sumarfríið í allskonar aukaverkefni sem ég hef tekið að mér. Ég hef bara aldrei slakað á, ég hef ekki kunnað það,“ segir Gissur. Skömmu fyrir jól fór hann að finna fyrir mikilli þreytu.

„Ég tók þrjá mánuði líklega þar sem ég svaf í 15 klukkutíma á sólarhring og var þreyttur þess á milli. Ég var aðeins búinn að finna fyrir einhverjum erfiðleikum áður, en ég lét mig hafa það að mæta til vinnu. Ég var þó farinn að þurfa að fara heim á miðri vakt þegar þetta var farið að ágerast.“

Þá var ljóst að eitthvað mikið amaði að og gekk Gissur á milli lækna og undirgekkst allskonar rannsóknir. „Ég setti þetta ekki í neitt eðlilegt samhengi, ég bara keyrði fram af.“ En fékk þó engin svör. Ekki fyrr en hann fyrir rælni pantaði sér tíma hjá sálfræðingi.

Ekki skotinn í heilbrigðiskerfinu

„Ég byrjaði að fara til lækna alveg endalaust, í allar rannsóknir sem til voru, og ekkert fannst að. Enginn læknir varaði mig við þessu. Enginn læknir hafði vit á því að spyrja hvernig lífið hefði verið hjá mér. Þeir eru að flýta sér til að fá sem flesta sjúklinga, til að fá sem mestar tekjur,“ segir Gissur sem er brenndur eftir reynslu sína af ráðaleysi heilbrigðiskerfisins gagnvart þeim sem eru að ganga í gegnum kulnun.

„Ég veit núna hvernig heilbrigðiskerfið virkar og ég er ekkert skotinn í því skal ég segja þér.“ Enginn læknir hafi haft fyrir því að spyrja Gissur hvernig hann lifði lífi sínu. Það var hins vegar það fyrsta sem sálfræðingurinn spurði um. „Og þegar hann heyrði svarið mitt var hann ekki í nokkrum vafa um hvað væri að.“ Og þar með var niðurstaðan komin. Gissur var með kulnun.

„Ég keyrði full steam þar til ég bara hrundi. Þá var ofþreytan bara svona rosalega uppbyggð. Það var alls ekki að ég hefði ekki ánægju af vinnunni minni og vildi ekki mæta, enda reyndi ég það alveg fram í rauðan dauðann,“ segðir Gissur.

„Ég bara lá í hýði, ég fór varla út úr húsi svo vikum skipti. Börnin mín sáu um að það væri alltaf nóg til í ísskápnum hjá mér og það helsta í kringum mig. Ég er ofboðslega heppinn. Þau skiptu þessu á milli sín blessuð og gerðu þetta af mikilli prýði.“

Í þrjá mánuði var Gissur meira og minna sofandi. „Ég var að vinna mig upp úr þessu rosalega sleni.“

Enginn tími fyrir bömmer

„Svo náttúrulega var ég spurður af því hvort ég hefði ekki verið kominn á einhvern bömmer út af þessu. Að liggja viku eftir viku. En ég hafði bara ekki tíma til að fara á bömmer því ég var alltaf  bara sofandi. Maður fer ekkert á bömmer í miðjum svefni. Það var ljósi punkturinn í þessu, ég hafði ekki tíma til að fara á bömmer,“ segir Gissur og hlær.

En hvernig hefur Gissur það í dag ? „Læknar voru búnir að bjóða mér allskonar gleðipillukúra og svoleiðis en ég sagðist ekki vera í neinni fýlu eða depurð þessa fáu tíma sem ég var vakandi á sólarhring svo ég vildi geyma það bara. Þegar þreytan fór að minnka var ég bara hoppandi hamingjusamur og hef verið það síðan svo bömmerinn fór bara  alveg framhjá mér. Nú er ég eins og landafjandi um allar jarðir sko [..] Ég er náttúrulega búinn að slaka á í þrjá mánuði með því að sofa þetta mikið. Nú er ég ekkert að vinna svo ég dúlla mér bara í sundi og göngutúrum, hitti barnabörnin og svona. En ég er náttúrulega ekki orðinn alhress aftur eins og ég var.“

„Nú er ég bara svona að líta í kringum mig og hvað ég fer að gera. Ég er nú svo bjartsýnn alltaf og þeir hafa boðið mér að vinna eitthvað áfram við eitthvað, þó svo ég taki ekki þessar morgunvaktir lengur,“ segir Gissur og segist gífurlega þakklátur vinnuveitendum sínum fyrir stuðning og skilning, það sé nefnilega ekki sjálfgefið. Læknarnir hafa lagt blátt bann við morgunvöktum. Hann er jafnvel að gæla við þá hugmynd að fara ekkert aftur að vinna „Maður er líka orðinn svo gamall, ég er orðinn 71 árs.“

Að lokum segir Gissur að hann sé alveg ljómandi sáttur við lífið í dag og ekki skemmi veðrið fyrir. Þó að það sé erfið reynsla að brenna út þá telur hann sig heppinn og læknar eru sammála honum þar. Hann hitti læknir á dögunum sem taldi það alveg með ólíkindum hvað hann hefur náð sér vel á skömmum tíma.

„Þetta verður að kallast eiginlega áfall. Og ég hef sloppið alveg ótrúlega vel út úr þessu. Og að sleppa við bömmerinn, það fannst mér albest.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir