fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Baldur hæðist að „hagkvæmu íbúðum“ Dags á Kirkjusandi – 90 milljónir fyrir 2 svefnherbergi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 29. júní 2019 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, fagnar, í hæðni, nýjum íbúðum á Kirkjusandsreit sem nú er komnar til sölu í færslu á Facebook. Þar segir:

„Loksins !

Hagkvæmu íbúðirnar hans Dags á Kirkjusandi eru loks komnar í sölu.

Nú munu brottfluttnir Reykvíkingar streyma aftur til borgarinnar, hér er aldeilis kominn díllinn fyrir þá sem vilja kaupa í borg braggans:

3ja herberga ( 2 svefnh.) 97fm íbúð:

Verð kr.88,900,000.-„

Þar vísar hann til Stuðlaborgar, íbúðarhús með 77 íbúðum sem komu nýlega á sölu. Þar má meðal annars finna ofangreinda íbúð sem reyndar er 114 fermetrar en ekki 97, en teikningin er sú sama og Baldur deilir.

Í samtali við Fréttatímann sagði Baldur það athyglisvert að skoða sölulýsingar og teikninar af húsunum. Miðað við verðið á þessum íbúðum væri það ólíklega á færi ungs fólks að kaupa þær. En borgarstjóri hafi þó ítrekað talað um hagkvæmar íbúðir. Slíkar íbúðir sé þó ekki enn að finna á útvarpsreit, kirkjusandsreit, hafnartorgi, hverfisgötu, barónsstíg, frakkarstíg, klapparstíg og svona mætti áfram telja. ,,Ég hef margoft rætt þetta á fundum fyrir lokuðum eyrum. Það eru um það bil 300-400 íbúðir tilbúnar, óseldar í miðborginni og nærliggjandi hverfum. Þessar munu væntanlega bætast í safnið“.

Sama arkitektastofan og gerði Skuggahverfið

Stuðlaborg er skilgreind sem gæðabygging sem er reist á vegum uppbyggingarfélagsins 105 miðborg, sem er stýrt af Íslandssjóð sem er í eigu Íslandsbanka. Í lýsingu byggingarinnar á vefsíðu 105 miðborgar segir:

  • „Hannað af hinni margverðlaunuðu og heimsþekktu dönsku arkitektastofu Schmidt Hammer Lassen ásamt VA arkitektum.
  • Vandað efnisval að utan og innan
  • Öll rými að fullu loftræst inn og út – loftgæði óháð veðri og vindum
  • Mikið lagt í hönnun á hljóðdempun, hvort sem er gagnvart hljóðum utan frá eða milli íbúða.
  • Margar íbúðir með gríðarlega gott útsýni“

Danska arkitektastofan er sú sama og hannað Skuggahverfið, en íbúðir þar verða seint taldar hagkvæmar. Þegar Íslandsbanki og Reykjavíkurborg sömdu um uppbyggingu á svæðinu lá fyrir að 150 íbúðir yrði byggðar á vegum 105 miðborgar og fengi Reykjavíkurborg aðrar 150 íbúðir til að ráðstafa.

Fjölbreytt framboð húsagerða

Í breytingu á deiliskipulagi frá 2016 vegna Kirkjusandsreit segir:

„Leitast verði við að tryggja fjölbreytt framboð húsagerða og búsetukosta fyrir alla félagshópa.
Innan hvers hverfis verði fjölbreytt framboð húsagerða, minni og stærri íbúða í fjölbýli og sérbýli, til að tryggja félagslega fjölbreytni hverfanna.
Til skemmri tíma verði lögð sérstök áhersla á að auka framboð smærri íbúða.
Stefnt verði að því að allt að 25% íbúða verði miðaðar við þarfir þeirra sem ekki vilja leggja eða ekki geta lagt mikið fé í eigið húsnæði. Uppbygging slíks húsnæðis verði einkum á miðlægum svæðum sem auðvelt er þjóna með góðum almenningssamgöngum.“

„Erum við því ekkert að byggja ódýrustu íbúðir í borginni“

Jónas Þór Jónasson, framkvæmdastjóri 105 Miðborgar, sagði í samtali við Viðskiptablaðið fyrr á þessu ári að íbúðirnar yrði alls ekki þær ódýrustu í borginni:

„Við erum að vinna með mjög flottum hönnuðum, bæði innlendum og erlendum, og er lagt upp með að hver íbúð sé hönnuð svolítið út af fyrir sig þar sem við erum að hugsa út í flæðið í hverri íbúð. Þetta er auðvitað einstaklega flott staðsetning og erum við því ekkert að byggja ódýrustu íbúðir í borginni, en það verða þarna samt sumar töluvert ódýrari heldur en aðrar á góðum stöðum sem hafa verið að koma inn á markaðinn upp á síðkastið.“

Fleiri að byggja á Kirkjusandi

Stuðlaborg er líkt og áður segir íbúðarhúsnæði með 77 íbúðum. 105 Miðborg er með fjóra reiti á svæðinu til uppbyggingar þar sem rísa samtals 169 íbúðir. Í Stuðlaborgi er ódýrasta íbúðin á 41,9 milljónir. Sú íbúð er tveggja herbergja og tæpir 60 fermetrar að stærð. Sú dýrasta er á ríflega 124 milljónir og er fjögurra herbergja  og um 170 fermetrar.

Rétt er að taka fram að á Kirkjusandi eru einnig íbúðarfélagið Bjarg og Brynja húsnæðissjóður með uppbyggingu. Bjarg með 80 íbúðir og Brynja 37. Í skýrslu Reykjavíkurborgar um uppbyggingu í borginni frá því í nóvember má sjá að líklegast eru það Bjarg og Brynja sem koma til með að vera með eiginlegu „hagkvæmu íbúðirnar“ hans Dags.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund
Fréttir
Í gær

Fangi lést á Litla Hrauni í dag

Fangi lést á Litla Hrauni í dag
Fréttir
Í gær

Önnur skriða féll á veginn milli Ísafjarðar og Hnífsdals

Önnur skriða féll á veginn milli Ísafjarðar og Hnífsdals
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti
Fréttir
Í gær

FA ósátt við reglugerð Willums – Sígarettur fara í kúkabrúnar umbúðir

FA ósátt við reglugerð Willums – Sígarettur fara í kúkabrúnar umbúðir