fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

Ragnar Þór ósáttur: „Þetta er óþolandi!“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. júní 2019 14:45

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Mynd Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höf­um tekið sam­an gögn um það að álagn­ing banka og lífeyrissjóða hef­ur auk­ist mikið, markaðsvext­ir hafa lækkað mun meira en vext­ir hafa lækkað hjá líf­eyr­is­sjóðum og fjár­mála­stofn­un­um,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

Ragnar Þór deilir frétt mbl.is þess efnis að stjórn VR hafi samþykkt að boða fund í fulltrúaráði VR hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna. Þar á að leggja fram tillögu um að afturkalla umboð þeirra sem VR tilnefnir í stjórn lífeyrissjóðsins. VR tilnefnir fjóra af átta stjórnarmönnum hjá sjóðnum.

Sjá einnig: Stjórn VR lýsir yfir trúnaðarbresti:„Eins og þruma úr heiðskýru lofti“

Ástæðan er nýleg ákvörðun stjórnar að hækka breytilega vexti verðtryggðra sjóðfélagalána. Fóru þeir úr 2,06 prósentum í 2,26 prósent, en aðeins örfáum dögum áður hafði Seðlabankinn tilkynnt um lækkun stýrivaxta.

Ragnar Þór er ósáttur við þetta og segir að álykta megi að vextir lífeyrissjóða ættu alla jafna að vera að lágmarki 0,6 prósentum lægri, þar sem þeir borga ekki bankaskatt og önnur gjöld eins og bankar.

„Ný­lega hafa foreldrar og for­ráðamenn barna sem eiga lokaða verðtryggða reikn­inga fengið til­kynn­ingar um 0,5 pró­sentu­stiga lækk­un á innlánsvöxt­um á meðan út­lánsvext­ir hreyf­ast ekki eða lækka um brot af því sem þeir ættu að gera. Þetta er óþolandi!,“ segir Ragnar sem bætir við að lokum:

„Eigum við að sætta okkur við að lífeyrissjóðunum okkar sé alfarið stjórnað á forsendum fjármálakerfisins, eins og verið hefur, eða eigum við sem verkalýðshreyfing að beita okkur fyrir því að áherslur okkar um betri lífskjör, siðferði og samfélagslega ábyrgð fái raunverulegt vægi þar inni?

Er ásættanlegt að vextir hækki bara vegna þess að stjórnarmönnum lífeyrissjóðs finnst þeir vera of lágir án þess að hafa fyrir því haldbær rök?“

Í tilkynningu sem VR sendi frá sér í dag og Eyjan fjallaði meðal annars kemur fram það álit stjórnar VR að trúnaðarbrestur hafi orðið. Ákvörðun um vaxtahækkun sé óskiljanleg í ljósi þeirra gríðarlega miklu áherslu sem lögð var á vaxtalækkanir í nýgerðum kjarasamningum sem hefur síðan orðið af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar
Fréttir
Í gær

Rafmynt Trump hækkar duglega í verði eftir að hann lofar matarboði fyrir stærstu fjárfesta

Rafmynt Trump hækkar duglega í verði eftir að hann lofar matarboði fyrir stærstu fjárfesta
Fréttir
Í gær

Sakaði frænda stjúpmóður sinnar um áreitni á veitingastað í Garðabæ – Hönd fór yfir rasssvæðið

Sakaði frænda stjúpmóður sinnar um áreitni á veitingastað í Garðabæ – Hönd fór yfir rasssvæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna segir sig úr Sósíalistaflokknum eftir svívirðingar – „Langt síðan ég hef séð svona mikið hatur á mér“

Sólveig Anna segir sig úr Sósíalistaflokknum eftir svívirðingar – „Langt síðan ég hef séð svona mikið hatur á mér“