fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fréttir

Helgi Áss rekinn frá Háskóla Íslands

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. júní 2019 11:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Áss Grétarssyni hefur verið sagt upp störfum sem dósent við Lagadeild Háskóla Íslands. Helgi Áss, sem er afar þekktur skákmaður, segir að uppsögnin muni hafa eftirmála. Í viðtali við Morgunblaðið segist hann telja að ekki hafi verið farið eftir málsmeðferðarreglum við þessa ákvörðun.

Ástæða uppsagnarinnar eru sögð vera sú að Helgi Áss hafi ekki uppfyllt þær skyldur sem kveðið er á um varðandi rannsóknir og ritrýnt efni, þ.e. að ekki hafi komið nægilega mikið efni frá honum. Helgi segist vera með lögmann í málinu og er ekki sáttur við uppsögnina. Telur hann mikinn vafa leika á því að hann hafi gerst brotlegur við þær reglur sem um þetta gilda. Hann skrifaði eftirfarandi Facebook-færslu um málið:

STARFSLOK

Fyrirsjáanlegt er að ég mun láta af störfum sem dósent við lagadeild Háskóla Íslands hinn 30. júní næstkomandi. Þessi starfslok eiga sér sinn aðdraganda og munu sjálfsagt eiga sín eftirmál. Síðar verður frekari ljósi varpað á þau málefni. Hins vegar á þessu stigi málsins vil ég þakka öllum sem ég hef átt samstarf við á vettvangi háskólasamfélagsins undanfarin 13 ár og sérstaklega er mér hlýtt til allra þeirra sem sinntu námi undir minni leiðsögn. Háskólakennsla getur verið gefandi starf og kennsluhættir í laganámi eiga að vera lifandi og fjölbreyttir. Vonandi eru sem flestir nemendur ánægðir með mig sem kennara. Ég hlakka til að nýta þá reynslu sem ég hef öðlast við Háskóla Íslands í þeim verkefnum sem ég hyggst taka að mér á næstu misserum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?
Fréttir
Í gær

Birtir dæmi úr kommentakerfinu og spyr hvað þurfi til að fólk fatti spillinguna

Birtir dæmi úr kommentakerfinu og spyr hvað þurfi til að fólk fatti spillinguna
Fréttir
Í gær

Spyr hvort „Barna­verndarpáfinn“ sé hafður í felum – „Meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu“

Spyr hvort „Barna­verndarpáfinn“ sé hafður í felum – „Meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu“