fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Fréttir

Flugslysið við Múlakot: Hjón létust ásamt syni sínum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 11. júní 2019 04:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjón og sonur þeirra létust í flugslysinu sem varð við Múlakot í Fljótshlíð á sunnudagskvöld. Annar sonur hjónanna og kona hans liggja þungt haldin á Landspítalanum, að sögn lögreglu er líðan þeirra stöðug.

Sjá einnig: Flugslysið við Múlakot:Nöfn þeirra sem létust

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Líkt og fram kom hefur komið í fréttum barst lögreglu tilkynning laust eftir hálf níu á sunnudagskvöld um flugslys nálægt flugvellinum við Múlakot í Fljótshlíð.

Slysið varð við Múlakot í Fljótshlíð. Mynd/Google

Eldur var þá laus í öðrum væng flugvélarinnar. Fjölmennt lið lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutninga HSU, á fimmta tug manna, kom að aðgerðum á slysstað. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar fóru á vettvang, auk þess sem viðbragðsteymi Rauða kross Íslands veitti vitnum og öðrum á vettvangi sálrænan stuðning.

Þrír voru úrskurðaðir látnir á vettvangi, en tveir fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík. Beita þurfti klippum til að komast að fólkinu sem var í vélinni.

Tildrög slyssins eru enn ókunn, en rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurlandi fer með rannsókn slyssins, auk rannsóknarnefndar samgönguslysa og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Vélin hefur verið flutt af vettvangi slyssins, en hún er af gerðinni Piper PA-23, tveggja hreyfla og fimm manna vél. Vélin er skráð í Georgíu í Bandaríkjunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jóhannes stjörnunuddari gjaldþrota

Jóhannes stjörnunuddari gjaldþrota
Fréttir
Í gær

Hilmar Þór segir Trump þann eina sem geti bundið enda á stríðið í Úkraínu – Þetta er ástæðan

Hilmar Þór segir Trump þann eina sem geti bundið enda á stríðið í Úkraínu – Þetta er ástæðan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum