fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Flugslysið í Fljótshlíð: Flugvélin virðist hafa skollið skarpt niður

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. júní 2019 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið vettvangsrannsókn vegna flugslyssins sem varð við Múlakot í Fljótshlíð í gærkvöldi. Þetta kemur fram í frétt á mbl.is. Í fréttinni er rætt við Ragnar Guðmundsson hjá rannsóknarnefndinni. Að sögn hans stóð rannsókn yfir í alla nótt.

Flak vélarinnar verður nú flutt í rannsóknarskýli til frekari rannsóknar en Ragnar segir að vettvangur slyssins hafi verið mjög stuttur. Af myndum að dæma virðist flugvélin hafa skollið skarpt niður. Þá segir hann að eldur hafi komið upp í vinstri væng flugvélarinnar en getur að öðru leyti ekki tjáð sig um rannsóknina.

Lögreglunni barst tilkynning um flugslys nálægt flugvellinum við Múlakot í Fljótshlíð rétt eftir hálf níu í gærkvöldi. Fimm manns voru í einkaflugvélinni. Eldur var þá laus í flugvélinni en fjölmennt lið lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutninga HSU, ásamt tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar fóru á staðinn. Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt tilkynnti lögreglan á Suðurlandi að þrír hefðu látist og tveir slasast alvarlega.

Slysið varð við Múlakot í Fljótshlíð. Mynd/Google

Sjá einnig:

Þrír létust í flugslysinu í Fljótshlíð.

Fimm alvarlega slasaðir eftir flugslys í Fljótshlíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“