Samgöngustofa ætlar ekki að svipta bílaleiguna Procar leyfi þó að fyrirtækið hafi verið staðið að því að breyta kílómetrastöðu bíla sinna áður en þeir voru seldir. Stóð þetta misferli yfri í minnst fimm ár. Samgöngustofa telur að tillögur Procar að úrbótum í sínum málum séu fullnægjandi. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Í fréttaskýringaþættinum Kveikur fyrr á árinu var upplýst um umfangsmikið svindl bílaleigunnar. „Gögn sýndu að átt hefði verið við kílómetrastöðu bíla áður en þeir voru seldir á að minnsta kosti fimm ára tímabili. Procar gekkst við brotunum og hét því að bjóða þeim bætur sem voru blekktir, “ segir í frétt RÚV.
Samgöngustofa hefur verið gagnrýnd fyrir viðbragðsleysi í málinu. Mál Procar er nú komið til héraðssaksóknara og er talið mjög umfangsmikið.