fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Allt á suðupunkti á Alþingi: Inga Sæland grét og Steingrímur hrópaði – „ÞÁ SIT ÉG EKKI ÞEGJANDI UNDIR SVONA LÖGUÐU“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 4. júní 2019 12:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar frumvarp félagsmálaráðherra um að breytingu á lögum um félagslega aðstoð og  almannatryggingar var rætt.

Inga Sæland, þingkona Flokk Fólksins, brast í grát og kvað það mikið óréttlæti að afnema ekki krónu á móti krónu skerðinguna alfarið. Um væri að ræða mikið óréttlæti gegn öryrkjum sem standi eftir, þrátt fyrir að sambærileg skerðing á ellilífeyri hafi verið afnumin.

„Og ég leyfi mér að kasta því fram hér og nú afþví ég ætla nú ekki að tefja umræðuna. Ég stend hér til að berjast gegn fátækt ég stend hér fyrir þjóðfélagshópinn sem ég er búin að tilheyra alla mína ævi. Að þurfa  horfa upp á þessa lítilsvirðingu gagnvart þessum þjóðfélagshópi sýknt og heilagt hér á þessu háa Alþingi. Það er alveg ótrúlegt.“

Þá þurfti Inga að strjúka burtu tár og sagðist ekki hafa vöknað um augun opinberlega síðan í eftirminnilegri ræðu hennar daginn fyrir kjördag.  Hún fordæmdi jafnaðarríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að koma þessari skerðingu á.

„Það getur ekki verið mögulegt að þetta sé löglegt. Það er ekki hægt. Króna á móti krónu. Fátæktargildra. Mismunun. Brot á jafnræði. Það getur ekki verið löglegt, virðulegur forseti.“

Þá tók Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, til máls. Sagðist hann ekki leggja í vana sinn að taka þátt í pólitískum umræðum á þingi, stöðu sinnar vegna. En nú gæti hann ekki komist hjá því.

„Þó ég sé hér forseti og blandi mér ógjarnan í pólitískar umræðu, þá sit ég ekki þegjandi undir rangfærslum og óhróðri af því tagi sem háttvirtur þingmaður Inga Sæland hafði um ríkisstjórn mína og Jóhönnu Sigurðardóttur.“

Benti Steingrímur á að króna á móti krónu hafi verið sett á í tengslum við sérstaka uppbót á lífeyri sem Jóhanna Sigurðardóttir hafi komið á sem félagsmálaráðherra og hafi á sínum tíma verið mikil réttarbót fyrir öryrkja. Þó svo að þessi viðbót hafi verið tekjutengd þá verði að muna að þarna var verið að bæta kjör þeirra sem lakast stæðu á tíma þegar fjármunir ríkis voru afar takmarkaðir.

„Menn þurfa aðeins að kunna hlutina áður en þeir taka upp í sig stór orð og á meðan ég er hér á þingi og hef málfrelsi. ÞÁ SIT ÉG EKKI ÞEGJANDI UNDIR SVONA LÖGUÐU. Jóhanna Sigurðardóttir, einn merkasti félagsmálaráðherra þessarar þjóðar, á annað og betra skilið frá kynsystrum sínum.“

Þá mátti heyra aðra þingmenn taka undir með Steingrími með undirtektarhrópi: HEYR HEYR

Inga steig þá aftur í pontu, greinilega heitt í hamsi, og skoraði á Steingrím að upplýsa sig  um meintar rangfærslur hennar. Steingrímur svaraði því til að króna á móti krónu skerðingu bitni á þeim sem aðrar tekjur hafa, ekki þeim sem lökustum fæti standa, þeim sem ekki geta með neinu móti unnið.  Steingrímur taldi engan vera að tala máli þeirra sem lökustum fæti standa í þessari umræðu.

Inga spurði þá í andsvari sínu hvort Steingrímur væri orðinn heyrnarlaus. Sjón er sögu ríkari.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum