Sjómenn eru ýmsu vanir og stundum fá þeir óvæntan afla um borð. DV barst ábending um myndband á YouTube sem tekið var af skipverjum um borð í Þór Hf 4, en þar hafði lifandi selur komið í trollið.
Myndbandið var tekið í janúar 2013 og er óhætt að segja að skipverjar hafi gert sitt til að tryggja að skepnan kæmist aftur í sitt náttúrulega umhverfi. Að lokum fór það svo að selurinn komst aftur í sjóinn og var eflaust frelsinu feginn.
Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá hér að neðan.