fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

„Hver stundar peningaþvætti og gefur það upp til skatts, ég bara spyr?“

Auður Ösp
Laugardaginn 25. maí 2019 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Áskell Magnússon dróst með óvæntum hætti inn í Euro Market-málið svokallaða og í kjölfarið sætti fyrirtæki hans rannsókn vegna meints peningaþvættis. Skattrannsóknarstjóri ríkisins hefur gefið út að ekki sé tilefni til frekari aðgerða en Þórður er engu að síður ennþá með stöðu grunaðs manns í málinu. Hann fordæmir vinnubrögð lögreglunnar við rannsóknina og segir málið einkennast af klaufalegum vinnubrögðum og rasisma.

Í nýjasta helgarblaði DV er rætt við Þórð Áskel. Brot úr viðtalinu birtist hér fyrir neðan.

„Fyrir rúmu ári var gerð árás á heimilið mitt og fyrirtæki af Rannsóknarlögreglu ríkisins. Ég var sjálfur í Bandaríkjunum, en ekki færri en átta lögreglumenn sáu til þess að samtímis væri farið í fyrirtækið mitt, bókhald allt fjarlægt, heimili mitt sett á hvolf, lögreglumenn fóru með heimild í bankann til að brjótast inn í bankahólf sem ég var með þar á leigu. Teknar voru myndir af öllum skartgripum konunnar, erfðaskránni minni, og allar eigur mínar skráðar. Ríkisskattstjóra var sent allt með kröfu um að bókhaldið yrði lúslesið.“ Þetta ritaði Þórður í færslu á facebook á dögunum.

Þórður hefur undanfarna tvo áratugi rekið löndunarþjónustuna Djúpaklett ehf. á Grundarfirði en fyrirtækið sinnir þjónustu við sjávarútveg, skip og fiskvinnslur.

Forsaga málsins er sú að árið 2013 lánaði Þórður Arek Niescier, fyrrnefndum eiganda Euro Market, 18 milljónir í tengslum við stofnun á bílaleigu. Eiginkona Þórðar er tengd Arek fjölskylduböndum, en þau eru bræðrabörn og ólust upp saman í Póllandi.

„Arek þessi reyndist Dóru konu minni alger klettur þegar ég lenti í mjög alvarlegu mótorhjólaslysi þann 30. júní 2012, mér var ekki hugað líf og Arek lánaði okkur allt sem hann átti á þessum tíma, Dóra þurfti að borga laun og ýmislegt og ég var að deyja uppi á spítala. Hann átti því stóra hönk upp í bakið á okkur. Það, sem og það að ég þekki Arek og treysti honum, var ástæða þess að ég lánaði honum þessa peninga.“

Líkt og Þórður bendir á var dregin sú ályktun að hann væri að þvo fíkniefnapeninga. Ekki hafi verið horft á þá staðreynd að Þórður lánaði Arek fjármagnið löngu áður en verslanir Euro Market voru stofnaðar.

„Þetta á að kallast peningaþvætti. Ég gaf þessar 18 milljónir árlega upp á skattframtali frá 2013 til 2017. Hver stundar peningaþvætti og gefur það upp til skatts, ég bara spyr?“

Viðtalið við Þórð  í heild sinni má finna í nýjasta helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir