fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Jón Ársæll ósáttur við Stöð 2: Þátturinn sem aldrei fór í loftið – „Þeir bara höfðu ekki kjark“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. maí 2019 12:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stöð 2 guggnaði, þeir bara höfðu ekki kjark,“ sagði fjölmiðlamaðurinn Jón Ársæll Þórðarson sem var gestur Sigmundar Ernis Rúnarssonar í þættinum Mannamál á Hringbraut í gærkvöldi.

Jón Ársæll er hvað best þekktur fyrir þætti sína Sjálfstætt fólk sem voru á dagskrá Stöðvar 2 í áraraðir. Þar ræddi hann á persónulegum nótum við þekkta Íslendinga og þótti Jón Ársæll einkar laginn við að opna viðmælendur sína upp á gátt.

Í viðtalinu sem sýnt var í gærkvöldi kom fram að einn þáttur hafi ekki farið í loftið á sínum tíma. „Það var þáttur um Jón stóra, sem var talinn hættulegasti maður á Íslandi,“ sagði hann.

Jón stóri, eða Jón Hilmar Hallgrímsson eins og hann hét réttu nafni, féll frá sumarið 2013 langt fyrir aldur fram. Jón var reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum þar sem hann var meðal annars vændur um handrukkanir og fíkniefnaviðskipti. En hann átti það líka til að opna sig upp á gátt um persónuleg mál; neyslu, steranotkun og þunglyndi svo dæmi séu tekin.

Í þættinum í gærkvöldi sagði Jón Ársæll frá því þegar Stöð 2 hætti við að sýna viðtalið við Jón stóra.

„Stöð 2 guggnaði, þeir bara höfðu ekki kjark. Og þá komum við að því að útvarps- og sjónvarpsstöð, fjölmiðill, þarf að hafa ákveðinn kjark til að standa í lappirnar. Þetta skortir mjög víða í íslensku samfélagi, sem ég verð var við, allt frá RÚV og niður í smæstu fjölmiðla. Menn hafa ekki döngun í sér til að standa í lappirnar.“

Í viðtalinu kom fram að eintak af þættinum hafi endað hjá móður Jóns Hilmars eftir að hann féll frá. „Hún fékk eintak af þættinum af því að hún vildi eiga minningarnar um son sinn sem hún elskaði út af lífinu. Hann rataði í rétta hendur,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg