Hin fræga leynilega upptaka Báru Halldórsdóttur af samræðum nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins (hinir síðarnefndi gengu síðan í Miðflokkinn) af Klaustur Bar í nóvember 2018 hefur verið dæmd ólögleg. Dómur Persónuverndar um þetta féll í dag og var kynntur málsaðilum. Viljinn greindi fyrst frá
Er Báru gert skylt að eyða upptökunni og senda Persónuvernd staðfestingu á að svo hafi verið gert í síðasta lagi 5. júní næstkomandi.
Persónuvernd beitir ekki sektarákvæðum í málinu.
Ekki næst í Báru í augnablikinu.