fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Sveinn Hjörtur fann fágætan grip í Kolaportinu – Fangar spiluðu tregafulla söngva

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 19. maí 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolaportið hefur verið fastur sess í miðbæjarlífinu síðan árið 1989, en flóamarkaðurinn opnaði fyrst í bílastæðakjallara Seðlabankans. Fimm árum seinna flutti Kolaportið á fyrstu hæð Tollhússins við Tryggvagötu og hefur verið opið þar allar helgar síðan, áhugamönnum um fágætan varning, skran, faldar gersemar og allt þar á milli, til ánægju og skemmtunar.

Í Kolaportinu má oft finna fágæta muni sem eiga sér áhugaverða sögu og í Facebook-færslu vekur Sveinn Hjörtur Guðfinnsson athygli á einum slíkum, Hohner kassagítar frá árinu 1977.

„Í Kolaportinu í bás þar sem Þórir Oddsson ræður ríkjum og selur ýmsa gullmola frá tónlistarsögunni, er að finna merkilegan grip – Hohner kassagítar frá árinu 1977. Það var hinn þýski Matthias Hohner sem stofnaði fyrirtækið árið 1857 en það framleiddi ýmis hljóðfæri. Gítarar Hohners urðu vinsælir og þóttu góðir til að spila blús og jazz. Þeir urðu því í raun hluti af sögunni því gítararnir fóru víða og seldust vel,“ segir Sveinn Hjörtur.

Gítarinn gekk á milli fanga

Þórir kom með gítarinn frá Bandaríkjunum og sagan sem fylgir honum er sú að gítarinn hafi þvælst um í fangelsi í suðurríkjunum. Rétt eins og góð bók gekk hann á milli manna sem styttu stundir sínar með gítarnum og sungu tregasöngva lífsins bak við rimlana. Hvernig gítarinn endaði á Íslandi er ekki vitað með vissu en kallar vissulega fram dularfulla upplifun þegar spilað er á hann.

„Hljómurinn er ágætur og má svo sannarlega segja að gítarinn hafi sál,“ segir Sveinn Hjörtur, sem spilar sjálfur ekki á gítar og keypti því ekki þennan, en Þórir tók í gítarinn í myndbandi sem finna má í færslunni hér fyrir neðan.

Hohner-verksmiðjan hefur hætt framleiðslu á gíturum, en í Kolaportinu hefur gamli Hohner gítarinn tekið út sína afplánun og stendur skreyttur af fingrum sögunnar, hinni dularfullu sögu um gítar fanganna í Ameríku – gullstreng fanganna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg