Hatari fór yfir strikið í ummælum um hernám Ísraela á Vesturbakkanum í viðtölum, að mati Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, sem kallaði þá Matthías og Klemens á teppið. Þetta kemur fram í frétt á RÚV. Segir hann þá hafa gengið of langt miðað við að keppnin á að vera ópólitísk og er þátttakendum ekki heimilt að tjá pólitískar skoðanir.
Í viðtali við sænska ríkissjónvaprið, sem RÚV, vitnar í, sagði Matthías:
„Okkur var tjáð að það væri takmörk á því hvað við mættum segja og við farið yfir strikið. Við höfum rætt um keppnina á pólitískum nótum frá upphafi og vitum ekki enn hvenær við gengum of langt.“