fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Forstjóri SS svarar Ólafi fullum hálsi: „Þetta kjöt verður flutt inn hvort sem mönnum líkar betur eða verr“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. maí 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands (SS), svarar Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, fullum hálsi í grein sem hann skrifar í Morgunblaðið í dag.

Félag atvinnurekenda gagnrýndi í vikunni að Hópur um örugg matvæli hafi keypt auglýsingar með áróðri gegn innfluttu kjöti. Það sem vakti einna helst athygli Ólafs var að í þessum hópi voru fyrirtæki sem sjálf eru stórtæk í innflutningi á kjöti, fyrirtæki eins og SS, Síld og fiskur, Matfugl og Kjarnafæði.

Í auglýsingum hópsins var varað við hugsanlegum lýðheilsuáhrifum þess að flytja inn ófrosið kjöt. Ólafur gagnrýndi málflutning hópsins og sagði að tvískinnungs gætti hjá honum.

„Í verki eru þau hins vegar stórtækir kjötinnflytjendur og sýna þannig að þau hafa engar áhyggjur af því að innflutningur ógni heilsu fólks,“ sagði hann og bætir við: „Forsvarsmenn þessara fyrirtækja verða að fara að gera upp hug sinn. Tvískinnungur af þessu tagi er alls ekki trúverðugur.“

Steinþór svarar þessu í Morgunblaðinu í dag og segir að fullyrða megi að hagur afurðastöðva og innlends landbúnaðar sé að Ísland sé sjálfu sér nægt og ekki sé flutt inn kjöt.

„En svona er staðan ekki. Ísland hefur gert tollasamning við Evrópusambandið sem leyfir verulegan innflutning á kjöti. Þetta kjöt verður flutt inn hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Afurðastöðvar, margar hverjar, hafa því ákveðið að bjóða í tollkvótana þar sem þær eru í þessum rekstri og hafa kerfi til að meðhöndla innflutt kjöt. En innflutt kjöt er ekki allt eins,“ segir Steinþór og bætir við að mikill munur sé á lyfjanotkun og aðstæðum til kjötframleiðslu innan Evrópusambandsins. Tollasamningur Íslands við ESB geri engan greinarmun á því hvaðan kjötið kemur.

„Þær afurðastöðvar, sem undirritaður þekkir til, stunda ábyrgan innflutning og velja að flytja inn kjöt frá löndum þar sem lyfjanotkun er í lágmarki og því heilnæmara kjöt en hægt væri að kaupa annars staðar innan ESB á lægra verði. Það er staðreynd sem ekki verður haggað að sýklalyfjaónæmi er ein helsta heilsufarsógnun mannkyns.“

Steinþór segir að átakinu Öruggur matur sé ætlað öðru fremur að vekja athygli á þessari staðreynd og hvetja fólk til að setja matvælaöryggi í fyrsta sæti þegar það kaupir inn.

„Á næstu árum er mikilvægt að innlend stjórnvöld móti stefnu á þessu sviði og gerðar verði kröfur um hámark lyfjanotkunar gagnvart erlendum aðilum sem hingað vilja flytja kjöt. Eftir því sem fólk neytir meira af kjöti eða annarri matvöru sem inniheldur sýklalyfjaónæmar bakteríur þeim mun líklegra er að viðkomandi þrói með sér slíkt ónæmi. Það er því ástæða til að hafa áhyggjur af auknum innflutningi kjöts.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum