fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar grætur í símanum: „Hvar er mennskan Icelandair?“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. maí 2019 13:06

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, fyrrverandi varaþingmaður og fötlunaraktívisti, segist í öngum sínum á Twitter. Hún segist gráta þar sem Icelandair sýni engan vilja til að koma til móts við hana.

„Icelandair er með Halo með Sigríði Thorlacius sem biðtón og nú er ég að gráta en allt í lagi,“ skrifar Inga Björk og heldur svo áfram í öðru Tísti: „Nú er ég actually að gráta því þau neita að breyta nafni á flugmiða fyrir aðstoðarkonuna mína / koma til móts við mig með nokkrum hætti og ég þarf bara að kaupa nýjan flugmiða“

Vinir hennar á Twitter eru sammála og fordæma Icelandair. Eyrún Baldursdóttir, oddviti Röskvu, spyr: „Er ekki í lagi, hvar er mennskan? @Icelandair“ Önnur vinkona Ingu Bjarkar merkir sérstaklega við Icelandair og segir: „ég er fastakúnni og mér finnst þetta mjög lélegt. Það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað til að aðstoða þegar um er að ræða fólk sem þarf að ferðast með aðstoðarfólk. Eru Vildarbörn bara PR eða eru þið fyrirtæki sem raunverulega vill þjónusta fólk með fötlun vel?“

Í skilmálum sem finna má á vef Icelandair kemur fram að ef nafn er slegið rangt inn við bókun þá kostar sú leiðrétting 3.600 krónur ef ferð hefst á Íslandi. Þá er tekið skýrt fram að nafnabreyting sé ekki leyfð eftir útgáfu miða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“
Fréttir
Í gær

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir
Fréttir
Í gær

Fangi lést á Litla Hrauni í dag

Fangi lést á Litla Hrauni í dag
Fréttir
Í gær

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti
Fréttir
Í gær

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“
Fréttir
Í gær

Dómurinn í Nýbýlavegsmálinu: Spurði hvort drengurinn vildi fara í „góða heiminn“

Dómurinn í Nýbýlavegsmálinu: Spurði hvort drengurinn vildi fara í „góða heiminn“