fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Nýja tólið í baráttunni við myglu heitir Hanz Magnús: „Við verðum bara tilbúin í slaginn“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 15. maí 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanz Magnús mun taka til starfa fyrir fyrirtækið Mannvit á næstu vikum og verður kærkomin liðsauki í baráttunni gegn myglu í húsum. Hanz hefur hlotið sérstaka þjálfun í að þefa uppi myglu og það eina sem hann vill í laun er að fá að toga smá í bolta.

Hanz er þýskur fjárhundur af Sheffer-kyni og kom til Íslands frá vinnuhundaræktun í Svíþjóð. Hann hlaut síðan þjálfun hjá Jóhönnu Þorbjörgu Magnúsdóttur, eiganda fyrirtækisins Allir hundar. Þjálfun hans er samstarfsverkefni Allra hunda og Mannvits sem hefur verið í tvö ár í vinnslu. Jóhanna ræddi um Hanz og nýju vinnuna hans í Morgunútvarpinu.

„Ég kenni honum í gegnum leik, þetta er allt rosalega jákvætt og við vinnum með jákvæðar tilfinningar og þetta er það skemmtilegasta sem hann gerir. Ég vinn með hans hvatir og þegar hann finnur, eða gerir rétt, þá fær hann það skemmtilegast sem hann veit um, sem er að toga í bolta.“

Hanz elskar bolta, hann elskar þá svo mikið að hann vill ekki sjá hundanammi ef það er bolti nálægt. Hann heitir Hanz Magnús í höfuðið á föður Jóhönnu.

„Hann heitir eftir pabba mínum, hann fékk nafna. Kannski ekki eins og hann vildi, en hann fékk samt nafna.

Það er aldrei hægt að treysta því að lyktarskyn vinnuhunda sé algjörlega 100 prósent, og það er afar mikilvægt að með hundinum sé aðili sem kann að lesa í hegðun hans.

„Það fer alltaf svolítið eftir aðstæðum. Það fer eftir hversu mikið magn, hversu mikill raki, hversu mikill vindur, hversu stórt er húsið.“

Starf Hanz verður einkum gagnlegt þegar kemur að því að staðsetja hvar mygla er í húsum, en raftæki geta sagt til um  hvort mygla sé til staðar eða ekki, en geta ekki bent á hvar hún er staðsett. Með þessu getur Hanz komið í veg fyrir óþarfa tjón því þá er betur vitað hvar rétt sé að leita myglunnar.

Þegar Hanz er ekki í vinnunni er hann svo bara hefðbundinn heimilishundur.

Jóhanna er hundaþjálfari í fullu starfi, sem er kannski ekki það algengt hérlendis.

„Nei ég myndu nú kannski ekki segja það, en maður getur gert allt sem maður vill, það er bara þannig og ég orðið í dag vinn bara við þetta.“

Eins og áður segir mun Hanz taka til starfa á næstu vikum. Mygla í húsnæði er vandamál sem virðist sífellt verða algengara og því ættu Hanz og Jóhanna að hafa nóg að gera.

„Það er ennþá svolítið óljóst hvað verður mikið að gera hjá okkur, en já við verðum bara tilbúin í slaginn.“

Einar Ragnarsson, sviðsstjóri hjá Mannviti, Hanz og Jóhanna
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður