fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Hildur Eir: „Mjög skrýtið að upplifa gleði og húrrahróp af pöllum alþingis í gær“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. maí 2019 12:17

Hildur Eir Bolladóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér fannst mjög skrýtið að upplifa gleði og húrrahróp af pöllum alþingis í gær þegar frumvarp um þungunarrof var samþykkt.“

Þetta segir Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, í færslu á Facebook-síðu sinni. Hildur vísar þarna til atkvæðagreiðslunnar á Alþingi í gær þegar frumvarp um þungunarrof var samþykkt. Um var að ræða mikið tilfinninga- og hitamál og voru nokkuð margir mættir á palla Alþingis til að fylgjast með atkvæðagreiðslunni. Fagnaðarlæti brutust út þegar í ljós kom að frumvarpið hefði verið samþykkt.

Hildur Eir segir að hún sjálf hefði greitt frumvarpinu atkvæði sitt en engu að síður finnst henni skrýtið að fólk hafi séð ástæðu til að fagna.

„Ég hefði sjálf greitt frumvarpinu atkvæði mitt, fyrst og fremst vegna þess að ég veit að engin kona mun liggja ólétt upp í sófa fram að 20.viku og velta fyrir sér hvort hún nenni að eiga barnið eða ekki, svo tel ég mig þekkja mannlegt eðli og hef trú á því alveg eins og ég trúi á Guð.“

Hildur segist ekki líta á frumvarpið sem kvenfrelsi heldur samstöðu samfélagsins með þeim konum sem standa frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun eftir tuttugu vikna sónar að láta eyða fóstri.

„Þar erum við að tala um algjört neyðarúrræði þar sem ljóst þykir að barnið sé annað hvort ekki lífvænlegt eða þungunin ógnar heilsu og jafnvel lífi móðurinnar og heilbrigðisstarfsólk er þar sérhæft til að meta aðstæður með móðurinni. Mér fannst mjög ónotalegt að upplifa gleðihróp brjótast út við samþykkt frumvarpsins, við erum að tala um kannski ömurlegustu ákvörðun sem kona þarf að taka en með frumvarpinu erum við sem samfélag með hjálp löggjafans að segja: „Við skiljum aðstæður þínar og höfum samkennd með þér í erfiðustu ákvörðun lífs þíns.“ Það er svo alvarlegt að fylgjast með því hvernig hin svarthvíta umræða er orðin hér á Íslandi að fólk telur sig hafa sigrað þó að niðurstaðan sé í raun sársaukafull eins og í þessu tilviki.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum