fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Leikarar sagðir hafa grátið undan Ara: „Ég veit að það tala ekki allir fallega um mig“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. maí 2019 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, segir að leikarar hafi komið til sín grátandi eftir samskipti við Ara Matthíasson þjóðleikhússtjóra. Megn óánægja er meðal leikara vegna hegðunar og framkomu Ara og mun félagið senda bréf til Þjóðleikhúsráðs og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra vegna málsins.

Sjá einnig: Kvartað formlega undan framkomu þjóðleikhússtjóra og aðgerðaleysi ráðherra

Í samtali við RÚV var Birna beðin um að útskýra nánar um hvað þessar kvartanir snúast. „Þetta hefur með ósæmilega hegðun að gera í garð listamanna. Þeir hafa margir hverjir kvartað hér undan mjög svo erfiðum samskiptum við sinn yfirmann […] En jú, þau kvarta undan mjög erfiðum samskiptum til margra ára, þannig að fólk hefur verið skekið og komið hingað yfir jafnvel grátandi,“ segir Birna.

Ari vildi hins vegar lítið tjá sig og sagðist ekki hafa fengið þessar kvartanir inn á sitt borð. „Þegar þú ert að spyrja mig þá get ég sagt að ég veit að það tala ekki allir fallega um mig. Ég get ekki verið að eltast við það. En ef einhver kemur með formlega kvörtun til mín eða um mig sem mér ber að svara, þá mun ég auðvitað gera það og ekki víkjast undan því,“ segir Ari.

Skömmu fyrir páska sendi lögmaður FÍL bréf til Þjóðleikhúsráðs sem og þjóðleikhússtjóra, þar sem kvartanir á hendur honum höfðu verið teknar saman og bent á að eðlilegt væri að þær lægju til grundvallar þegar ákvörðun væri tekin um ráðningu nýs þjóðleikshússtjóra, en skipunartími Ara rennur út 1. janúar á næsta ári, en starfið hefur verið auglýst lögum samkvæmt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska liðið tilnefnt sem lið ársins – Þú getur kosið hér

Íslenska liðið tilnefnt sem lið ársins – Þú getur kosið hér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“