fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Leikarar sagðir hafa grátið undan Ara: „Ég veit að það tala ekki allir fallega um mig“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. maí 2019 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, segir að leikarar hafi komið til sín grátandi eftir samskipti við Ara Matthíasson þjóðleikhússtjóra. Megn óánægja er meðal leikara vegna hegðunar og framkomu Ara og mun félagið senda bréf til Þjóðleikhúsráðs og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra vegna málsins.

Sjá einnig: Kvartað formlega undan framkomu þjóðleikhússtjóra og aðgerðaleysi ráðherra

Í samtali við RÚV var Birna beðin um að útskýra nánar um hvað þessar kvartanir snúast. „Þetta hefur með ósæmilega hegðun að gera í garð listamanna. Þeir hafa margir hverjir kvartað hér undan mjög svo erfiðum samskiptum við sinn yfirmann […] En jú, þau kvarta undan mjög erfiðum samskiptum til margra ára, þannig að fólk hefur verið skekið og komið hingað yfir jafnvel grátandi,“ segir Birna.

Ari vildi hins vegar lítið tjá sig og sagðist ekki hafa fengið þessar kvartanir inn á sitt borð. „Þegar þú ert að spyrja mig þá get ég sagt að ég veit að það tala ekki allir fallega um mig. Ég get ekki verið að eltast við það. En ef einhver kemur með formlega kvörtun til mín eða um mig sem mér ber að svara, þá mun ég auðvitað gera það og ekki víkjast undan því,“ segir Ari.

Skömmu fyrir páska sendi lögmaður FÍL bréf til Þjóðleikhúsráðs sem og þjóðleikhússtjóra, þar sem kvartanir á hendur honum höfðu verið teknar saman og bent á að eðlilegt væri að þær lægju til grundvallar þegar ákvörðun væri tekin um ráðningu nýs þjóðleikshússtjóra, en skipunartími Ara rennur út 1. janúar á næsta ári, en starfið hefur verið auglýst lögum samkvæmt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg