fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Flytja inn kjöt en beita sér samt gegn innfluttu kjöti: „Tvískinnungur af þessu tagi er alls ekki trúverðugur“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. maí 2019 12:06

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA Ljósmynd: Haraldur Guðjónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Forsvarsmenn þesssara fyrirtækja verða að fara að gera upp hug sinn. Tvískinnungur af þessu tagi er alls ekki trúverðugur,“ segir Ólafur Stephsensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.

Eins og greint var frá í frétt á Vísi fyrir helgi hefur Hópur um örugg matvæli keypt auglýsingar með áróðri gegn innfluttu kjöti. Var gert ráð fyrir um átján milljóna króna kostnaði við auglýsingarnar, það er birtingu þeirra og framleiðslu.

Í frétt á vef Félags atvinnurekenda er bent á að ákveðins tvískinnungs gæti. Þannig séu nokkrir af aðstandendum hópsins stórtækir kjötinnflytjendur.

„Hér er um að ræða fyrirtækin Sláturfélag Suðurlands, Reykjagarð, Síld og fisk (Ali), Matfugl og Kjarnafæði. Samkvæmt upplýsingum, sem Félag atvinnurekenda tók saman í janúar, fengu þessi fyrirtæki, auk Stjörnugríss, í sinn hlut rúmlega 41% af tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir kjötvörur, sem var úthlutað fyrir fyrri helming ársins 2019 samkvæmt tollasamningi Íslands og Evrópusambandsins. FA benti þá á að þessir innlendu bændur og afurðastöðvar hefðu augljóslega ekki áhyggjur af heilsufarsáhrifum innflutnings á kjöti.“

Vísað er í heimasíðu hópsins, oruggurmatur.is, þar sem varað er við innflutningi á kjöti. Þar segir meðal annars: „Það getur vel verið að aukinn innflutningur á erlendu kjöti hafi jákvæð efnahagsleg áhrif til skamms tíma litið. En hvað með lýðheilsuáhrif? Er það þess virði að fórna öryggi og heilsu landa okkar í framtíðinni?“

Í fréttinni á vef Félags atvinnurekenda segir að málflutningi hópsins sé að hluta beint gegn frumvarpi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sem kveður á um afnám frystiskyldu á innfluttum kjötvörum.

„Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram það mat yfirdýralæknis og sóttvarnalæknis að frysting hafi lítil áhrif á aðrar bakteríur en kamfýlóbakter, enda lifi þær af frystingu. Með vísan til þess breyti engu hvort kjöt sé ferskt eða frosið með tilliti til sýklalyfjaónæmis og sé því ekki talið að afnám frystiskyldu muni eitt og sér hafa áhrif á sýklalyfjaónæmi hér á landi. Af þessu má jafnframt draga þá ályktun að áhættan af innflutningi á frosnu kjöti, eins og fyrirtækin stunda nú, sé nokkurn veginn sú sama hvað sýklalyfjaónæmi varðar og á ófrosnu kjöti.“

Ólafur Stephensen segir að samkvæmt málflutningi þessara fyrirtækja sé innflutt kjöt stórhættulegt, enda beri það í sér bakteríur sem ógna lýðheilsu á Íslandi.

„Í verki eru þau hins vegar stórtækir kjötinnflytjendur og sýna þannig að þau hafa engar áhyggjur af því að innflutningur ógni heilsu fólks,“ segir hann og bætir við: „Forsvarsmenn þesssara fyrirtækja verða að fara að gera upp hug sinn. Tvískinnungur af þessu tagi er alls ekki trúverðugur. Það er ekki allt í lagi, þótt það sé hægt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“