fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Lögmaður starfsmannaleigunnar þungorður – „Þetta fólk eyðilagði fyrirtækið – Hef aldrei séð annað eins á mínum lögmannsferli“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 12. maí 2019 10:36

Grátandi Rúmeninn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eftir ítrekaðar og fyrirvaralausar ásakanir um þrælahald, nauðungarvinnu og glæpastarfsemi, á hendur starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf., liggur nú fyrir hvað komið hefur upp úr krafsinu. Ekki eitt einasta dæmi fannst um starfsmann sem hafði ekki fengið launin sín greidd. Ekki eitt einasta dæmi fannst um starfsmann sem var undir samningsbundnum taxta,“ skrifar Jóhannes Ólafsson lögmaður starfsmannaleigunnar Menn í vinnu.

Með pistli sínum deilir Jóhannes frétt DV um kröfubréf Eflingar til starfsmannaleigunnar og í þeirri frétt er farið nokkuð ítarlega yfir málið. Tekið skal fram að ályktanir Jóhannesar af fréttinni eru hans eigin og DV hefur enga skoðun í málinu, heldur hefur reynt að rýna í gögn og efnisatriði og skýra fyrir lesendum.

Jóhannes gerir lítið úr innihaldi kröfubréfsins frá Eflingu og skrifar:

Það sem kom hins vegar upp úr krafsinu er að Efling heldur því fram að fyrirframgreidd laun (sem sannanlega voru fyrirframgreidd) beri að „endurgreiða“ eða með öðrum orðum tvígreiða. Lögmenn Eflingar leyfa sér jafnframt að klippa aftan af lagaákvæðum í þeim tilgangi að reyna að láta líta svo út að starfsmannaleigan hafi ekki haft heimild til frádráttar. Allt eins og fram kemur og stutt er gögnum í þessari grein.

Um hlut Vinnumálastofnunar í málinu skrifar Jóhannes:

„Hvað kom upp úr krafsinu hjá Vinnumálastofnun? Jú, eftir ásakanir forstjóra stofnunarinnar um „glæpastarfsemi sem yrði að stöðva,“ kom ekki annað en það að stofnunin neyddist til að viðurkenna skriflega að engar athugasemdir væru gerðar við ráðningarsamninga og launaseðla mannanna.“

„Þetta fólk eyðilagði fyrirtækið“

Lögmaðurinn ber Eflingu og Vinnumálastofnun þungum sökum:

„Þetta fólk eyðilagði fyrirtækið Menn í vinnu ehf., enda flúðu viðskiptavinir fyrirtækisins þessa slæmu umfjöllun eins og heitan eldinn. Ekki bætti úr skák þegar til komu þessar fjarstæðukenndu endurgreiðslukröfur lögmanna Eflingar. Viðskiptavinir starfsmannaleigunnar höfðu eðlilega ekkert þrek til að standa í slag við þessa aðila. Í kjölfarið benda síðan fyrirsvarsmenn Eflingar á fall fyrirtækisins sem réttlætingu fyrir aðförinni sjálfri. Þessir aðilar tala um kennitöluflakk, þ.e.a.s. eftir að þeim tókst sjálfum að keyra fyrirtækið í þrot. Í kjölfar þess hefur fyrirtækið ekki lengur fjárhagslegt bolmagn til að leita réttlætis að fullu fyrir dómstólum gegn þessum aðilum, sem hins vegar geta sótt í botnlausa sameiginlega sjóði til að standa í málaferlum og bréfasendingum eins og þeim sem fjallað er um í grein DV.

Annað eins hef ég aldrei séð á mínum lögmannsferli.“

Vinnumálastofnun ekki skilað athugasemdum við kæru

Starfsmannaleigan fékk 2,5 milljóna króna stjórnvaldssekt frá Vinnumálastofnun vegna misræmis milli skráningar starfsmanna hjá Vinnumálastofnun annars vegar og starfsmanna sem greiddu skatt hins vegar. Sektin var kærð en Jóhannes segir í samtali við DV að Vinnumálastofnun hafi ekki skilað athugasemdum við kærunni:

„VMST hefur ekki skilað athugasemdum gegn kærunni okkar innan frests. Sem sagt þegar við kærðum 2.5 millj. stjórnvaldssektina. Þeir sem sagt skila ekki vörninni innan frests í þessu high profile máli. Mjög athyglisvert.“

 

Sjá einnig: 

Þetta eru meintu vangoldnu laun Rúmenanna

Halla Rut ásakar Eflingu harðlega

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“
Fréttir
Í gær

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir
Fréttir
Í gær

Fangi lést á Litla Hrauni í dag

Fangi lést á Litla Hrauni í dag
Fréttir
Í gær

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti
Fréttir
Í gær

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“
Fréttir
Í gær

Dómurinn í Nýbýlavegsmálinu: Spurði hvort drengurinn vildi fara í „góða heiminn“

Dómurinn í Nýbýlavegsmálinu: Spurði hvort drengurinn vildi fara í „góða heiminn“